Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Leak
Leak Notandi frá fornöld 298 stig

Re: Viðgerðir á gítar

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Gamli gítarkennarinn minn á Gibson ES-330 með álímdum haus. Hausinn brotnaði af fyrir nokkrum áratugum. Límingin hefur dugað mjög vel. Kunningi minn braut háls af Gibson SG fyrir um tíu árum síðan. Hann var límdur á og er gítarinn enn í fullri notkun. Leak

Re: Viðgerðir á gítar

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Það er ekki hægt að nota Warmoth háls. Warmoth hálsarnir eru skrúfaðir á (e. bolt on) en Gibson SG er með límdan háls (e. set neck).

Re: Tengja við tölvu?

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Ég er sammála að það er betra að vera með formagnara eða annað ‘interface’, og fjölrása upptökuforrit en ef maður er bara að fikta og vill prófa að taka upp þá hægt að gera þetta eins og ég lýsti og tónninn var tandurhreinn hjá mér.

Re: Tengja við tölvu?

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Jú, jú, það alveg hægt að tengja gítarinn beint í microphone tengið. Þú þarft minnkara (stykki sem breytir frá jack yfir í mini-jack). Þú þarft líklega að passa að hafa ekki of hátt gítarnum, annars geturðu fengið bjagaðan tón. Áður en ég fékk alvöru upptökuforrit þá tók ég svona upp. Ég notaði upptökuforrit og effekta sem fylgdu með SoundBlaster hljóðkortinu. Ég tók fyrst upp einn gítar og í næstu töku spilaði ég fyrstu upptökuna með media player og spilaði annan gítar yfir hana og forritið...

Re: 5 Uppáhalds Gítarleikararnir mínir 2

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Þetta hlýtur að vera einhver misskilningur. Slash spilar mikinn ryþma Hann og Izzy skipta ryþmanum jafnt með sér á Appetite, og á Illusion plötunum gera þeir það líka nema hvað Izzy vantar alveg í sum lög. Slash bætir lead-gítarnum síðan ofan á rythmann. Tónninn þeirra er nokkuð ólíkur og það heyrist greinilega hver er að spila hvað þegar hlustað er í heyrnartólum. Izzy spilar ryþmann öðru megin og Slash spilar ryþmann hinum megin.

Re: draumagítar, púsl

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Búkurinn og hálsinn sem ég keypti hjá Warmoth eru mjög vandaðir. Kosturinn við að kaupa Showcase hluti er að þar getur maður séð hvað maður fær og valið þyngdina á búknum. Búkurinn var alveg tilbúinn (extra light swamp ash, butterscotch blonde finish) en ég valdi böndin og lakkið á hálsinn (6105 og vintage tint gloss). Akústíski tónninn er einn sá besti sem ég hef heyrt og ‘sustainið’ óvenju mikið fyrir gítar af þessari gerð. Hálsinn hefur líklega mikil áhrif á þessa þætti þar sem hann er...

Re: draumagítar, púsl

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Þú getur séð verðskrána hjá Warmoth. Ég á einn Warmoth Telecaster og var rétt áðan að panta mér háls á Stratocasterinn minn. Ég keypti alla hlutana úr Showcase safninu. Leak

Re: Les Paul studio

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ég á mjög góðan Les Paul Classic árgerð 1991. Ég prófaði nýlega, nýjan Les Paul Classic og nýjan Les Paul Studio (í Musikbörsen í Gautaborg :), og fannst mér Studio-inn miklu betri. Þetta getur verið mjög misjafnt eftir eintökum, Classic-inn sem ég prófaði var bara rusl miðað við minn. Kannski var hann bara svona illa stilltur en svona var þetta. Leak

Re: Class A Guitar amp

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 1 mánuði
Hef líka heyrt góða hluti um Kendrick magnara. Þeir eru dýrir eins og Matchless og hef ég hvoruga tegundina séð hér á landi. Heimasmíðaði Fenderinn minn hefur þennan gamla tón, mjög góður fyrir Chuck Berry en spurning með Zeppelin. Já, og þú getur heyrt tóndæmi á vefsíðum Matchless og Kendrick. Ef þú þarft ekki endilega á fá Class A magnara þá myndir ég tékka á Fender Reissue magnara eins og Bassman eða Deluxe Reverb. Leak

Re: Class A Guitar amp

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 1 mánuði
Hvernig tónlist viltu spila í gegnum magnarann? Þarf hann að vera með fleiri en einni rás?, effektaslaufu? reverbi? Hvers vegna viltu bara Class A magnara. Í svipinn man ég bara eftir Matchless. Þeir eru með a.m.k. einn Class A magnara. Veit ekki hvar þú getur fengið Matchless magnara. Svo er það heimasmíðaður Fender Champ 5F1 sem ég á. Leak

Re: Marshall DSL 401 magnari...

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 1 mánuði
Já, og skipti koma ekki til greina. Verðhugmynd er 40.000 fyrir hausinn og 60.000 fyrir kombóinn. Leak

Re: Marshall DSL 401 magnari...

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 1 mánuði
Er að gæla við að selja eitthvað úr Marshall safninu mínu sem er eftirfarandi Marshall 1962 Bluesbreaker Reissue Marshall 2203 JMP Master volume haus Marshall 2553 Silver Jubilee haus Marshall 2554 Silver Jubilee combo og er ég þá helst að hugsa um tvo síðastnefndu magnarana. Þessir magnar hafa söfnunargildi þar sem þeir eru úr JCM 25/50 afmælisseríunni, með silfruðu paneli og gráu áklæði og voru framleiddir í aðeins eitt ár, 1987 (reyndar síðan í um tvö ár í venjulegu Marshall litunum)...

Re: Umhirða Lampamagnara

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 1 mánuði
Sumir lampamagnarar verða mjög heitir. Lamparnir eru alltaf heitir enda er katóðan hituð með glóandi þræði. Anóðan hitnar bæði við notkun og í hvíld. Hvíldarstraumurinn er oft stillanlegur og eins sagt er hér að ofan þá hljómar magnarinn almennt verr við lágan hvíldarstraum (e. cold bias) en betur við meiri hvíldarstraum. Of hár hvíldarstraumur leiðir hins vegar til þess að lampinn hitnar of mikið, sem leiðir af sér styttri líftíma eða eyðileggingu lampans. Þegar talað er um að loftræsting...

Re: hvar fær maður svona "springs" ?

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ég bætti tveimur gormum við þá þrjá sem fyrir voru og er það nóg til að festa brúna, jafnvel fyrir strengi upp í .011 . Gormana áttu að geta fengið í öllum betri hljóðfæraverslunum. Leak

Re: Kassagítar fyrir gutlara...

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Ég keypti nýlega Hohner stálstrengjagítar í Tónabúðinni til að gefa byrjanda. Gítarinn kostaði um 18.000 kr og er ótrúlega góður, hljómar vel, er gott að spila á og helst vel stilltur. Ég tek það fram að ég er búinn að spila á gítar í 19 ár og er gítardellu á háu stigi, og geri miklar kröfur til gítara. Þessi kaup eru líklega þau bestu sem ég hef gert þegar litið er til verðs og gæða. Ég prófaði gítar í sama verðflokki í Tónastöðinni (man ekki hvaða tegund) og var hann ekki nærri því jafn...

Re: Gítarhálsar

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Hef ekki heyrt um trekerguitars. Leak

Re: Gítarhálsar

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Æ,æ ‘contours’ átti ekki að fylgja með slóðinni. Það rétta er http://usacustomguitars.com/ og slóðirnar á harmony-central.com eru http://www.harmony-central.com/Guitar/Data4/Warmoth/ http://www.harmony-central.com/Guitar/Data4/USA-Custom-Guitars/ Leak

Re: Gítarhálsar

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Skoðaðu bara warmoth.com Það eru gefin upp verð þar. Þeir eiga líka hálsa sem búið er að smíða og þú getur séð myndir af þeim ásamt verði, sjá ‘Showcase’. Ég pantaði háls og búk úr ‘Showcase’ lagernum og var hvorttveggja mjög vandað. Einnig er látið vel af http://usacustomguitars.com/contours.html en ég hef ekki verslað við þá. Þú getur sé ‘review’ um bæði fyrirtækin á harmony-central.com. Leak

Re: LR Baggs

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Tékkaðu á Tónastöðinni, þeir áttu a.m.k. iBeam frá LR Baggs um daginn.

Re:

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Það sem ég er að nota þessa dagana er: Fender Stratocaster USA '57 Reissue Heimasmíðaður lampamagnari Dót sem ég nota minna: Fender Stratocaster Japanskur Telecaster úr pörtum frá Warmoth og Stewart Macdonald Gibson Les Paul Classic Yamaha kassagítar Marshall 1962 Bluesbreaker Reissue Marshall 2203 JMP Master volume haus Marshall 2553 Silver Jubilee haus Marshall 2554 Silver Jubilee combo Heimasmíðaðir overdrive pedalar Boss Digital Reverb Boss Compressor Boss tuner Á óskalistanum: Gott 2x12...

Re: Magnarakaup

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Sumir magnarar eru med takka thar sem haegt er ad velja mismunandi spennur. Eg endurtek: sumir, ekki allir. Leak

Re: Klassískir gítarstrengir...

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Mig minnir ad eg hafi einhverntimann keypt slika strengi i Tonastödinni. Leak

Re: óska eftir sérstökum haus

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Bara meiri otharfa upplysingar: Eg atti leid i hljodfaerabud i dag og leit tha a hausinn sem eg var ad tala um. Thad kom i ljos ad hann er blar og kostar um 76.000 ISK. Hann leit ut fyrir ad vera splunkunyr. Eru thessir magnarar eftirsottir a Islandi? Eg aetti kannski ad kaupa hann og taka hann med heim i sumar. Thad er fullmikid af tökkum a thessum mögnurum fyrir minn smekk en svona vel med farinn gripur gaeti verid agaetis fjarfesting. Annars a eg thegar fjora Marshall magnara og thar af...

Re: óska eftir sérstökum haus

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Tharf hann ad vera blar? Thessir magnarar voru framleiddir med svörtu alkaedi a.m.k. i eitt ar eftir afmaelid 1992. Eg hef sed tvo svona magnara herna i Gautaborg. Eg sa einn a föstudaginn. Hann er med svörtu aklaedi og kostar um 85.000 ISK. Leak

Re: Warmoth.com

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Eg setti nylega saman Telecaster eftirlikingu. Eg keypti bukinn og halsinn ur Warmoth Showcase lagernum. Notadi Seymour Duncan pickupa og allt annad fekk eg hja stewmac.com. Hlutirnir fra Warmoth eru mjög vandadir. Thad var buid ad lakka bukinn en thad atti eftir ad setja bönd a halsinn og lakka hann. Eg valdi 6105 bönd og “vintage tint gloss” lakk. Kosturinn vid ad kaupa ur Showcase er ad tha veit madur nakvaemlega hvad madur faer. Eg valdi t.d. serlega lettan buk ur fenjaaski (swamp ash)....
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok