Hvers vegna að drepa, þegar það er hægt að elska? útrýma því góða, litla stúlku, lítinn dreng, með vangana svo rjóða? Hvers vegna að reyna, að gera aðeins það slæma, ekki hugsa um náungann, og hataðu, og dreptu, ekki hugsa um kærleikann. Hvers vegna að gleyma, þegar hægt er að muna, allt það góða, allt það blíða, ekki muna hatrið, né heimskuna, mundu það fallega, það fríða. Hvers vegna einblínum við á það dökka, það dimma, það slæma, í staðinn fyrir það blíða, það bjarta, ástina og lífið, og...