Einmitt, mér finnst ofmetið vera ansi skrítið orð. Ef að einhver fílar einhverja hljómsveit ekki eins mikið og honum finnst að hann ætti að gera, er hún þá skyndilega ofmetin?? Ég meina, MUSE urðu ekki svona frægir af því að einhverjum fannst hún snilld og þá ákváðu fleiri milljónir að vera sammála honum til að “vera kúl” eða eitthvað. Þeir eru svona dáðir af því að fólki finnst þeir vera fjári góð hljómsveit! Og náttúrulega magnast fanbase-ið í kringum þá þegar þeir fara að verða vinsælli....