Ég hef aldrei séð eina manneskju horfa svona á mig, eins ég er bara vonlaus. Átti ég kannski ekki að koma í heiminn, var ég kannski bara mistök eftir allt saman? Hvernig getur einn aðili haft svona miklar væntingar til mín? Ég stóð fyrir framan spegilinn í baðherberginu, skolaði andlitið og leit aftur upp. Ekkert betra. Ætti ég kannski bara að gera honum það að flytja, flytja til annarra heima. Þessi spurning hefur oft komið upp í huga minn og jafnvel hversu oft ég hef reynt að komast þangað...