Laugardaginn 26. júlí verða dansaðir Gamlir Dansar á skemmtistaðnum 22. Það eru þó ekki ræll, polki og harmónikutónlist sem verða þar í aðalhlutverki heldur rafræn danstónlist frá 9. áratuginum, fæðingarárum house, techno og electro tónlistarinnar. Plötusnúðarnir Kalli og Ewok hafa dustað rykið af gömlum skífum, týnt saman gamla smelli og efla nú til þessa dansiballs undir yfirskriftinni “Gömlu Dansarnir” Á 9. áratugnum var mikil gróska í raftónlist m.a. vegna þess að tæki og tól til slíkra...