Jason Cambridge, betur þekktur sem A-Sides, hefur verið órjúfanlegur hluti af drum & bass senunni allt frá upphafi. Vegna útgáfu fyrstu breiðskífu hans og væntanlegrar komu hans til Íslands þann 13. nóvember næstkomandi verður hér rennt yfir feril hans og plötusnúðurinn og listamaðurinn A-Sides kynntur betur fyrir íslendingum. A-Sides byrjaði feril sinn innan tónlistar, sem hip hop aðdáandi eins og svo margir innan drum & bass heimsins. Með tveim plötuspilurum og fjögurra rása upptökutæki...