Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Þetta er gaman.

í Skák og bridds fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Gallinn með þessa skákkalla var að það var fenginn einhver listamaður til að búa þá til og þar af leiðandi urðu þeir allt of verðmætir til að það mætti nota þá til að tefla á útitaflinu. Reyndar held ég að þeir hafi einnig skemmst í bruna fyrir nokkrum árum.

Re: Hnefatafl

í Skák og bridds fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Fyrir þá sem vilja prófa að spila hnefatafl: http://home20.inet.tele.dk/rnielsen/hnefatafl_online.html

Re: Skák

í Skák og bridds fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Þetta er ekki alveg rétt hjá þér. Ef þú setur Robert James Fischer í leit færðu kannski um 40 milljón síður, en þú ert í rauninni að leita að síðum þar sem orðin Robert og James og Fischer koma fyrir en ekkert endilega í þessari röð eða hvert á eftir öðru. Rétt væri að setja Robert James Fischer innan gæsalappa, þ.e.a.s. “Robert James Fischer” og það gefur mér ekki nema 57.700 síður, aftur á móti fæ ég um milljón síður með því að nota “Bobby Fischer” enda er hann betur þekktur undir því...

Re: skák með Anand

í Skák og bridds fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ég get nú ekki tekið undir það að þetta sé flott skák. Reyndar ótrúlegt að stórmeistari skuli tefla svona illa, svartur hefði samt getað reynt 6…De7, en eftir 7.Rd5 er þetta búið. Reyndar er saga á bak við þessa skák sem var tefld 1988 (Anand var þá um tvítugt og ekki kominn í hóp ofurstórmeistara þá, þó hann hafi samt verið orðinn stórmeistari). En það sem skeði var það að hann fylgdi í blindni skák úr Informator sem hafði verið tefld skömmu áður milli Miles og Christiansen (báðir...

Re: Skákþraut

í Skák og bridds fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég held að ég sé búinn að finna þetta. 1.Hh5 Leikur sem Wanganna stakk upp á og er bara of góður til að geta ekki verið lausnin, málið var bara að finna mátið í öllum afbrigðum. Ef hrókurinn er drepinn rennur a6 peðið upp með óverjandi máti. Eina vörnin hjá svörtum er að leika eitthvað af peðunum fyrir, þannig að svarti hrókurinn verði ekki lengur leppur. 1…c5 2.Dc4 og óverjandi mát. 1…d5 2.Dd4 og óverjandi mát. 1…f5 2.Dxc6 og óverjandi mát. 1…e5 2.Kxc6 og óverjandi mát. Þetta var sá leikur...

Re: Gleðilegan árangur!

í Skák og bridds fyrir 18 árum, 10 mánuðum
1…e5 er Froms bragð. Framhaldið gæti orðið 2.fxe5 d6 3.exd6 Bxd6 4.Rf3 g5. Ég mundi leika þessu í hraðskák og hugsanlega lengri skák líka. 1…d5 er Birds byrjun og kannski öruggasta framhaldið. 1…f5 er talið vafasamt og gefur hvítum færi á að tefla öfugt Froms bragð eða 2.e4 fxe4 3.d3 sem er ennþá hættulegra þegar hvítur teflir það. Ein stutt skák í lokin sem sýnir hversu hættulegt Froms bragðið getur verið. [Date "1897"] [White "H/Dobell,H Bird"] [Black "Gunsberg/Locock"] [ECO "A02"] 1.f4 e5...

Re: Skákþraut

í Skák og bridds fyrir 18 árum, 10 mánuðum
2…Hc8# og hvítur getur ekki mátað í næsta leik.

Re: Skákþraut

í Skák og bridds fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Jú það stoppar peðið vegna þess að þá er hrókurinn ekki lengur leppur og ef hvítur leikur 2.a7 kemur 2…Hg8 hjá svörtum.

Re: Skákþraut

í Skák og bridds fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ef 1. Hh5-e5 2. Dd4 þá kemur 2…exd4 hjá svörtum og ég sé ekki mát hjá hvítum í næsta leik.

Re: Skákþraut

í Skák og bridds fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ef 1.a7 þá kemur 1…Hg8 hjá svörtum

Re: Skákþraut

í Skák og bridds fyrir 18 árum, 11 mánuðum
2.Dxc6 gengur ekki vegna 2…e4 og hvítur getur ekki mátað í næsta leik.

Re: Skákþraut

í Skák og bridds fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Svartur á betri vörn en að drepa hrókinn. Hvað með 1…e5? Hverju svarar hvítur þá?

Re: Skákþraut

í Skák og bridds fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Ég geri ráð fyrir að þetta hafi verið skákþrautakeppni frekar en þessi staða hafa komið upp í alvöru skák? Það sem fyrsta sem manni dettur í hug er 1.Dxc6 en sé samt ekki mát í því eftir t.d. 1…Ha3 hjá svörtum. Þannig að kannski er málið að leika 1.Hh3 með hugmyndinni 2.Ha3 og 3.Dxb4# en Hh2 og Hh1 virðast líka duga sem á ekki að geta átt sér stað ef þetta er skákþraut. Sé það líka að svartur gæti svarað því með b5. Auðvitað! voðalega getur maður verið blindur, a-peðið getur mátað í 2ur...

Re: Eftirminnilegar skákir

í Skák og bridds fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Eiginlega finnst mér að þessar reglur geti ekki gengið upp. Það er ólöglegt að skilja kónginn eftir í skák og því er seinni reglan óþörf (ef þú skilur kónginn eftir í skák ertu búinn að tapa). Þetta minnir mig á skák sem ég tefldi eitt sinn í hraðskákmóti þar sem reglurnar voru þær að það mátti drepa kónginn. Ég var að falla á tíma en var með kóng og drottningu á móti kóngi. Andstæðingur minn tók þá upp á því að leika kóngnum sínum upp að mínum og drap hann síðan í næsta leik þar sem ég var...

Re: Eftirminnilegar skákir

í Skák og bridds fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Úr því að þú minnist á fjöltefli, þá hef ég verið að lesa eldri greinar hér á huga og man eftir umræðu um fjöltefli sem Henrik Danielsen tefldi í Eyjum þar sem hann tók leik upp. Ég hef orðið vitni að svona sjálfur og verið sagt það að þeir sem tefla fjöltefli megi gera þetta. Persónulega finnst mér þetta óréttlát regla en svona er þetta nú samt.

Re: Ný þraut!

í Skák og bridds fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Skemmtileg tilviljun að þú skulir spyrja að þessu því ég var einmitt að lesa um hann í gær í bók sem heitir World Chess Champions. Þó ég viti upp á hár hver þetta er ætla ég samt að sleppa því að svara en gefa í staðinn nokkrar fleiri upplýsingar um hann. Hann fæddist árið 1911 og lærði frekar seint að tefla eða þegar hann var 12 ára. 14 ára vann hann Capablanca í fjöltefli og spáði Capablanca því að hann ætti eftir að ná mjög langt. 20 ára vann hann sovéska meistaramótið í fyrsta sinn en...

Re: Hvað er skák?

í Skák og bridds fyrir 18 árum, 11 mánuðum
OK, stangveiði var kannski ekki gott dæmi. En maður lærir af mistökunum, þessvegna var gott að þú bentir mér á þau :)

Re: Hvað er skák?

í Skák og bridds fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Ef þú færð færi á að koma með leikfléttu sem vinnur skákina þá mundi ég segja að andstæðingurinn hafi gert mistök einhversstaðar á undan. Reyndar leyfi ég mér að halda því fram að enginn geti unnið mig í skák nema ég leiki af mér (verst hvað ég geri það oft).

Re: Hvað er skák?

í Skák og bridds fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Á sama hátt og glæsilegt mark í knattspyrnu eða flottur hægri krókur í boxi er á sinn hátt list. Annars finnst mér að list eigi að vera eitthvað sem er skapað, en verði ekki til fyrir einhverja tilviljun (vegna þess að andstæðingurinn tefldi illa eða vörnin var ekki nógu góð). Skákdæmi/Tafllok eru einmitt dæmi um eitthvað sem er skapað og þarf að fylgja ákveðnum reglum til að vera viðurkent sem list (eins og kvæði þurfa að fylgja reglum um hrynjanda, stuðla og höfuðstafi til að vera eitthvað...

Re: Hvað er skák?

í Skák og bridds fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Eru ekki allar íþróttir leikir? Annars er ég sammála því að skák sé íþrótt á sama hátt og pílukast, póker og stangveiði geti talist til íþrótta (þetta eru greinar sem hafa ekkert með líkamlegt atgervi að gera eins og skákin). Annars eru menn ekki á einu máli um þetta og etv full langt gengið hjá Wanganna að halda því fram að þeir sem eru ekki sammála eigi við vandamál að stríða. Skil annars ekki þessa tilfinningasemi varðandi það hvort skák sé íþrótt eður ei eða hvort skák sé hobbý fyrir...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok