Datt í hug að stofna nýjan kork yfir eftirminnilegar skákir sem menn hefðu annað hvort teflt eða séð. Skákin sjálf þarf ekki endilega að fylgja með heldur sagan í kringum hana. Ein eftirminnileg skák sem ég tefldi fyrir nokkrum árum var á hraðskákmóti. Ég man ekki mikið eftir skákinni sjálfri fyrr en í lokin að hlutirnir fóru að gerast. Ég var með betra tafl og andstæðingur minn kominn í tímahrak, þá fór hann allt í einu að fleygja mönnunum á reitina, oftast með þeim árangri að þeir hittu...