Hún byrjar vel og lofar mjög góðu og stefnir í að verða svona dularfull mynd. En eftir hlé fer hún út í algert rugl. Hún varð mjög ruglingsleg á köflum og sumir voru hættir að skilja hvað væri að gerast. Hefði verið hægt að sleppa ýmsum atriðum og þá sérstaklega brjálaða ofurstanum sem Morgan Freeman leikur. Tilgangslaus karakter, leiðréttið mig ef ég er að rugla eitthvað, en ekki með skítkasti. Og nei, ég hef ekki lesið bókina. Kv. Jónsi