Sá Fridu í gærkvöldi og The Hours fyrir 10 dögum. Mæli eindregið með þeim báðum. Mikið er dásamlegt að horfa á myndir sem renna ljúflega áfram, snerta við einhverju í manni, eru ekki öskur, sprengingar,hávaði,skothríð. Þetta eru myndir sem skilja eitthvað eftir, hvor um sig. The Hours segir sem sé frá þrem konum, Virginiu Wolf, konu sem byggir á söguhetju hennar og svo konu sem er að lesa söguna. Þetta fléttast saman á snilldarlegan hátt og tengingin kemur fram í lokin. Leikurinn er fyrsta...