Hellú. ég trúi nú kannski ekkert svo voðalega mikið á drauga en ég held það sé alveg möguleiki að þeir séu til. Ég bjó einu sinni í kjallaraíbúð á Rauðarárstígnum, alveg ágætis íbúð svo sem, nema það að mér fannst alltaf mjög óþægilegt að vera þarna ein heima. Þegar einhvern var hjá mér var það allt annað mál. Mér fannst alltaf eins og einhver væri þarna í íbúðinni þegar ég væri ein heima. Maður finnur stundum fyrir því ef einhver er að horfa á sig, og þannig tilfinningu hafði ég alltaf...