Ég keypti bók eftir Miriam Stoppard. Minnir að hún heiti “Að eignast barn - getnaður, meðganga og fæðing” Alveg frábær bók og ég mæli sko eindregið með henni. Það er reyndar ekki talað um uppeldi barna, en það er kannski óþarfi að hafa allt í sömu bók, eða hvað? Allavega þá mundi ég allavega mæla með að þú kíktir í hana, hef einmitt lánað vinkonum mínum hana, sem voru með aðrar bækur í láni og þeim fannst hún rosalega góð og lásu eiginlega bara mest í henni. Allavega, gangi þér bara vel!!!!