Ég var að pæla hvort þið nenntuð að gera svona topp 10 lista yfir bestu metal hljómsveitirnar frá Norðurlöndunum, að ykkar mati að sjálfsögðu. Sjálfur hlusta ég ekki nógu mikið á það. Ég hlusta reyndar á Dark Tranquillity, Children Of Bodom og Soilwork. Ekki það að ég viti ekki um fleiri bönd, ég hef bara ekki kynnt mér þau. En endilega bendið mér á eitthvað. Helst í Death Metal kantinum.