Afhverju eru ekki allir búnir að kaupa sér Nintendo Doublescreen ? Nintendo Ds kom út í byrjun mars og er buin að vera á hlægilegu verði í Bt eða á 9999 kr. Tölvan er mjög öflug og höndlar grafík sem er mjög svipuð ef ekki örlítið betri en í Nintendo 64. Takkarnir á henni eru þeir sömu og á gömlu góðu Super Nintendo fjarstýringunni. Semsagt A, B, Y, X Auk hliðartakka L og R. Eins og nafnið á tölvunni gefur til kynna er hún útbúin tvem skjám og er neðri skjárinn snertiskjár sem er mjög...