Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Kwarkle
Kwarkle Notandi síðan fyrir 19 árum, 4 mánuðum 32 ára kvenmaður
1.622 stig
Allir hlutir eru haldnir heimþrá til jarðarinnar og þess vegna falla þeir þangað þegar tækifæri gefst.

Buzzcocks (4 álit)

í Pönk fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Þetta er einfaldlega stutt og laggóð grein um Buzzcocks. Skemmtið ykkur. – Stofnuð í Manchester á Englandi árið 1975, var hljómsveitin Buzzcocks ein af áhrifamestu hljómsveitunum sem að kom fram í fyrstu bylgju pönksins ásamt hljómsveitum eins og Sex Pistols og The Clash. Með sínum hráu melódíum, flottu gítarspili og frábærum textum Peter Shelley, voru Buzzcocks með bestu og áhrifamestu pönkhljómsveitunum. Buzzcocks voru undir áhrifum frá orku Sex Pistols meðlima en hermdu þó ekki eftir þeim...

Towers of London (7 álit)

í Pönk fyrir 17 árum
Towers of London er hljómsveit frá London í Englandi sem var stofnuð árið 2004. Hljómsveitin hefur skiptar skoðanir á bresku tónlistarpressunni síðan þeir komu fram á sjónarsviðið snemma árið 2004, fáandi ágætis gagnrýni frá nokkrum tónlistarmiðlum og mjög neikvæða hjá öðrum (er það ekki pönkið?), sem þeir hafa stundum verið mjög fljótir að svara. - Árið 1999 var hljómsveitin The Tourettes stofnuð af bræðrunum Dirk og Donny Tourette (sem heita í alvörunni Francis og Patrick Brannan) sem...

The Bromley Contingent (7 álit)

í Pönk fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Þessi grein er um Bromley Contingent. Njótið. — Bromleyliðsaukinn (the Bromley contingent) var hópur aðdáenda og fylgjenda Sex Pistols. Hópurinn tók nafnið frá Bromleyhverfinu í London þar sem þau flest bjuggu. Þau gerðu mikið í því að skapa tísku pönkhreyfingarinnar í Bretlandi. Hópurinn innihélt Siouxsie Sioux, Soo Catwoman, Jordan, Simon Barker, Debbie Juvenile, Linda Ashby, Philip Salon, Simone Thomas, ‘Berlin’ (Bertie Marshall), Tracie O'Keefe, Steve Severin, Tony James og Billy Idol....

Fiðrildi (16 álit)

í Smásögur fyrir 17 árum, 9 mánuðum
“Þarna er það aftur! Sjáðu bara!” - sagði ég og benti áköf á bláa fiðrildið sem flaug fyrir aftan hausinn á Tomma. “Æji Kata, ég missi alltaf af því,” svaraði Tommi með þjósti. “Nei, það er fyrir bakvið þig núna, líttu bara við.” Hann leit við og sá það. Þetta dökkbláa fiðrildi sem flögraði þarna um ósköp sakleysislega í rökkrinu. Viðbrögðin í andliti hans voru ótrúleg. Augun lýstust upp og hann brosti með öllu andlitinu. Ég sá vel hvað honum fannst það fallegt. Enda var það virkilega...

Bill Grundy viðtalið (7 álit)

í Pönk fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Við förum aftur til ársins 1976. Dagurinn er fyrsti desember, ósköp venjulegur dagur. Við kveikjum á sjónvarpinu klukkan korter yfir sex, Bill Grundy á að vera með þessa brjálæðinga úr Finisbury hverfinu sem maður hefur nú sitthvað heyrt um, í viðtali í staðinn fyrir Queen. Kynningarstefið rúllar inn og Bill byrjar að tala… GRUNDY (Að myndavélinni) They are punk rockers. The new craze, they tell me. Their heroes? Not the nice, clean Rolling Stones… you see they are as drunk as I am… they are...

Iggy Pop (9 álit)

í Pönk fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Í byrjun 21. Apríl 1947 í Muskegon Michigan, fæddist drengur að nafni James Newell Österberg yngri. Pabbi hans var ættleiddur af sænskri fjölskyldu í Bandaríkjunum en var upprunalega írskur og enskur. Mamma hans var dönsk og norsk að uppruna. Fyrsta hljómsveitin sem staðfest er að James hafi verið í var the Iguanas. Upp úr nafni hljómsveitarinnar tók hann sér nafnið Iggy. Hann fékk nafnið Pop afþví að einu sinni rakaði hann af sér augabrúnirnar fyrir tónleika og leit út eins og vinur hans...

Sid og Nancy (54 álit)

í Pönk fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Sid Sid Vicious hét upprunalega John Simon Ritchie og var fæddur í London þann 10. Maí 1957. Pabbi hans hét John og var drottningarvörður. Hann stakk af þegar Sid var nýfæddur. Mamma Sid hét Anne og hann flutti með henni á sínum yngri árum til Ibiza þar sem hún sá fyrir þeim með sölu fíkniefna að sagt var. Þau fluttu síðan aftur til Englands þar sem Anne giftist Cristopher Beverly árið 1965 áður en þau fluttu á venjulegt fjölskylduheimili í Kent. Stjúpfaðir hans dó sex mánuðum seinna og 1968...

Pönktískan á fyrri árum - Greinakeppni (49 álit)

í Pönk fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Upprunalegu pönk tískan á áttunda áratugnum (’70) var áætlað að vera eins shockerandi og uppreisnargjörn og hægt var. Þessi pönkarastíll var heldur öðruvísi en það sem sienna varð hið eiginlega pönkútlit (sem er skandall að mínu áliti). Margt sem pönkarar klæddust á áttunda áratugnum varð óalgengara seinna og nýjir hlutir bættust stöðugt við pönkímyndina. Mikill hluti upprunalegu pönktískunnar kom frá hönnun Vivienne Westwood og Malcolm McLaren, rétt eins og frá pönkfyrirmyndum eins og the...

The New York dolls (9 álit)

í Pönk fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Ég ákvað að gera grein um The New York Dolls =) Njótið SAGA Upprunalega, samstóð hljómsveitin af söngvaranum David Johansen, gítarleikurunum Johnny Thunders og Rick Rivets (sem Sylvain Sylvain tók við af eftir nokkra mánuði), bassaleikaranum Arthur “Killer” Kane og trommaranum Billy Murcia. Þeirra fyrstu tónleikar voru á aðfangadag 1971 í aðstöðu fyrir heimilislausa á Endicott Hotel. Þeir fengu sitt stóra tækifæri þegar Rod Stewart bauð þeim að vera opnunaratriði á tónleikum hans í London....

Johnny Rotten (34 álit)

í Pönk fyrir 18 árum
Johnny Rotten er flestum pönk-áhugamönnum kunnugur. Þessi fyrrverandi söngvari bresku hljómsveitarinnar Sex Pistols verður viðfangsefni þessarar greinar. Ég vona að þið hafið gaman af. Æska Rottens John Joseph Lydon er fæddur 31. Janúar 1956 í London á Englandi. Johnny ólst upp í félagsmálaíbúð í Finsbury Park ásamt írskum foreldrum sínum og þremur yngri bræðrum. Þau voru kaþólikkar. Þegar Johnny var 7 ára fékk hann heilahimnubólgu sem orsakaði það að hann var í dái í hálft ár og þegar hann...

Kennararnir mínir :) (11 álit)

í Skóli fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ég tók eftir því að það eru nokkrir búnir að skrifa greinar um kennarana sína. Svo ég ákvað að gera það líka þar sem kennaranir mínir eru örugglega frábrugðnir (samt flestir skemmtilegir) flestum kennurum sem þið hafið heyrt um. Njótið;). P.s. Ég er í níunda bekk. —– Íslenskukennarinn Hann er SPEEES! Hann byrjar alla tíma á því að lesa ljóð, sem við svo tölum um helmiginn af tímanum (þegar við nennum ekki að læra og fáum hann til að tala um ljóðin). Hann er rosalega sérstakur og eiginlega...

Endurfundir í Hogwarts - Spoiler- 3. kafli (16 álit)

í Harry Potter fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Geriðisvo vel :) 3. Kafli Lestin kom heil á áfangastað, þó það vær seint og um síðir. Ginny opnaði augum, lyfti höfðinu frá öxlinni á Harry og ýtti við honum. “Við erum komin,” geispaði hún og fór að bisa við að taka koffortið niður af grindinni. Hún var greinilega ekki fyrst til þess að taka eftir því. Nokkrir voru komnir út og Hermione var að reyna að vekja Ron. Þegar Ginny kom út á brautarpallinn, þá sá hún kunnuglegt andlit, eða öllu heldur skegg.”Harry! Þetta er Hagrid!” “Hagrid!”...

Endurfundir í Hogwarts - Spoiler- 2. kafli (25 álit)

í Harry Potter fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Kafli 2. VARÚÐ!!!! Ef að smekkur ykkar nær ekki yfir dramatískar yfirlýsingar o.fl. í þeim dúr, þá skuluð þið ekki lesa kaflann… En ég hvet ykkur engu að síður til þess;) ————————————————- Ginny, Harry, Hermione og Ron fóru inn á King Cross lestarstöðina í London að morgni hins 18. ágústs, tosandi koffortin sín á eftir sér. Harry og Ginny gátu komið öllu því sem þau tóku með sér í eitt koffort en Ron og Hermione þurftu tvö. Líklega var það vegna þess að Hermione ákvað að taka skyggnabókina,...

Endurfundir í Hogwarts - Spoiler (35 álit)

í Harry Potter fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Endurfundir í Hogwarts Kafli 1. Ginny og Hermione litu upp í gluggann á tvær uglur sem komu svífandi. Uglurnar lentu á borðinu þar sem þær voru að drekka morgunteið sitt. Þær litu hvor á aðra þegar þær sáu bréfin. Þau voru í umslögum með kunnuglegu innsigli sem þær höfðu ekki séð í mörg ár. Eitt var stílað á Hr.og Frú Potter og hitt á Hr. og Frú Weasley. Þær losuðu sín bréf frá fæti sitt hvorrar uglunnar og opnuðu þau fullar bréfin með Hogwartsinnsiglinu fullar efasemda. Kæru Herra og Frú...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok