Þetta er einfaldlega stutt og laggóð grein um Buzzcocks. Skemmtið ykkur. – Stofnuð í Manchester á Englandi árið 1975, var hljómsveitin Buzzcocks ein af áhrifamestu hljómsveitunum sem að kom fram í fyrstu bylgju pönksins ásamt hljómsveitum eins og Sex Pistols og The Clash. Með sínum hráu melódíum, flottu gítarspili og frábærum textum Peter Shelley, voru Buzzcocks með bestu og áhrifamestu pönkhljómsveitunum. Buzzcocks voru undir áhrifum frá orku Sex Pistols meðlima en hermdu þó ekki eftir þeim...