Gleymdi að bæta einu atriði við. Þó svo gögnin séu tryggilega varðveitt á geisladiskum eða segulböndum, þá er spurningin sú, geta stýrikerfi framtíðarinnar lesið gögnin. Þeir hjá BBC lentu einmitt í því að þeir höfðu tekið afrit af öllu á geisladiska í tölvukerfi sem nú er úrelt og nú getur tölvubúnaður þeirra ekki lesið gögnin því þau eru á allt öðru formati.