Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Kurdor
Kurdor Notandi frá fornöld 41 ára karlmaður
76 stig

Re: Arena bardagi

í Spunaspil fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Flott að fá nýja dómara til sögunnar. Ég þarf að versla equipment, sendi þér character sheet í dag. Tembomber fær að ráða hvaða völlur verður fyrir valinu (en ég tek ekki í mál að það sé hindrun sem er ekki hægt að komast yfir vandkvæðalaust, eða eitthvað slíkt).

Re: Kurdor vs. tembomber

í Spunaspil fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Sjálfur veit ég að það býr miklu meira í þínum character en þú fékkst tækifæri til að sýna í þessum bardaga. Ég er til í re-match hvenær sem er.

Re: Arena bardagi

í Spunaspil fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Re-match? :p

Re: Reglur í Arena leikjunum

í Spunaspil fyrir 17 árum, 8 mánuðum
“Bæði common sense” Ég hnaut um þetta. Búa sem sagt tveir yfir common sense hérna (þú og Elendill), og allir hinir hafa einfaldlega bara rangt fyrir sér, og búa ekki yfir heilbrigðri skynsemi (common sense)? D&D snýst ekkert um common sense, það er lykilatriðið í þessu öllu. Allir sem ætla að bendla D&D reglurnar við heilbrigða skynsemi, eðlisfræði, líffræði eða önnur vísindi eða lögmál jarðar, hafa þegar fellt slíkt um sjálft sig. Hvaða heilbrigða skynsemi segir þér að nokkur maður geti...

Re: Ég skil ekki

í Spunaspil fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Þær finnurðu hér: http://www.hugi.is/spunaspil/bigboxes.php?box_id=43616

Re: Arena: XP

í Spunaspil fyrir 17 árum, 8 mánuðum
2000 xp/gp fyrir sigur á Orville

Re: Kurdor vs. tembomber

í Spunaspil fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Fínt. Takk fyrir leikinn.

Re: Kurdor vs. tembomber

í Spunaspil fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Já, þakka þér sömuleiðis. Þú getur hampað hvutta fyrir að vera sá fyrsti til að særa characterinn minn. :) Talandi um það, dómari, viltu vera svo vænn að kasta upp á einu cure light wounds fyrir mig? Ég átti þrjú slík fyrir bardagann.

Re: Kurdor vs. tembomber

í Spunaspil fyrir 17 árum, 8 mánuðum
“Guðir náttúrunnar hafa alltaf verið mér hliðhollir” Þegar hundurinn ýlfrar og þefar að höfði meistara síns gengur Krivnetos sigri hrósandi meðfram dýkinu og bíður þess að önnur vindubrúin verði látin síga. Hann setur sverðið í slíðrið án þess að þurrka af því og horfir hugsi á beran klettinn. Hann er strax farinn að undirbúa næsta bardaga.

Re: Kurdor vs. tembomber

í Spunaspil fyrir 17 árum, 8 mánuðum
*Nei, ég ætla að sleppa því og syngja frekar fyrir hann lag. :p Hehe, júbb, ég nýti mér tækifærið alveg hiklaust. Krivnetos horfir ekki einu sinni á hundinn þegar hann rífur í læri hans. Hann er ekki sá fyrsti á dauðalistanum þennan daginn, þó hann komi svo sannarlega í sæti númer tvö. Krivnetos beitir sverðinu. Áhorfendur vilja meira blóð. *+11 attack roll, 2d6+12 damage

Re: Twisted vs. Elendill

í Spunaspil fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Ertu ekki að grínast, drengur? Heldurðu í alvörunni ennþá að þetta sé svona? Máli þínu til stuðnings, geturðu bent okkur á eitt af þeim tugum Arena-svæða á netinu, sem halda “réttu” reglunni í heiðri og hafa keppendur aldrei flat-footed í upphafi bardaga? Máli þínu til stuðnings, geturðu bent okkur á concrete texta í PHB og/eða DMG (sem er ekki túlkunaratriði um “burst into”, “both sides are aware” eða “cannot act immidiately”?) sem fullyrðir að svona sé reglunni háttað? Eitthvað sem er...

Re: Kurdor vs. tembomber

í Spunaspil fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Um leið og Krivnetos heyrir dómarann gefa merki rýkur hann af stað með stríðsöskri og sverðið hátt á lofti. Hann þýtur yfir völlinn á ómannlegum hraða og skeytir engu um hundinn. Hann hefur augun aldrei af andstæðingi sínum og lætur þungt höggið vaða meðan hann getur enga björg sér veitt. *Rage og charge attack. Krod-Nojr er með +8 í strength, +2 í BAB, masterwork vopn og er að charge-a. Það gera +13 á móti flat-footed AC Orville. Ef ég hitti er skaðinn 2d6+12.

Re: Kurdor vs. tembomber

í Spunaspil fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Á leið sinni á völlinn sér Krivnetos hvar andstæðingurinn er að koma sér fyrir. Hann horfir á stórvaxinn hundinn og á hann kemur undarlegur svipur. Hann nemur staðar við brúna, áður en hann gengur yfir dýkið. Hann bendir á stórt sverð sem mjósleginn áhorfandi hefur við mjöðm sér. Ógreinilegt er hvaða orð fara á milli þeirra en að endingu réttir Krivnetos manninum aurapyngju og gengur burt með sverðið. Á leið sinni yfir brúna sveiflar hann því fimlega í kringum sig. Hinn lítt vopnaði maður...

Re: Óska eftir andstæðing

í Spunaspil fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Þar sem þið eruð bæði á 1. leveli og eigið ekki potions né kunnið galdra, býst ég ekki við að þið viljið prep-rounds. Hvaða séróskir hafið þið um völl? Reynið endilega að komast að sameiginlegri niðurstöðu.

Re: Vantar andstæðing og dómara í Arena

í Spunaspil fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Haha, við sitjum þá að sama borði. :)

Re: Vantar andstæðing og dómara í Arena

í Spunaspil fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Úff! Tvö prep-round. :-/ Jæja, ég skaut mig víst í fótinn með að leyfa þér að velja þetta…hehe. Ég sækist eftir vellinum sem var 40x40. Einfaldur kassi eða hringur með steyptu gólfi. :) Myndi ekki vilja hafa nein obstacles en set ekkert á móti vel tálguðum trédrumbum út úr veggjunum eða einhverjum slíkum huggulegheitum.

Re: Vantar andstæðing og dómara í Arena

í Spunaspil fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Já, góð hugmynd. Hvað eigum við að segja, vilt þú ráða hvort það séu 0, 1 eða 2 prep rounds og ég ákveð hvaða völl við notum?

Re: Óska eftir andstæðing

í Spunaspil fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Já, ég var einmitt að leita mér að nýjum leik til að dæma í, þar sem leikur Loka og Teto er yfirstaðinn.

Re: Auglýsi eftir mótherja í Arena

í Spunaspil fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Hehe, frábær character þessi Xykon. :p

Re: Vantar andstæðing og dómara í Arena

í Spunaspil fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Með þennan helvítis rakka? Tveir á móti einum? Já, ætli það sé ekki kominn tími á að Krivnetos missi eins og nokkur HP. :p Sendum bara Twisted character sheet og hefjum gamanið?

Re: HaukurD vs Swooper

í Spunaspil fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Nei, bara eftir teymisleikinn, þegar þú ert kominn með level-up. ;) Jæja, takk fyrir leikinn, Swooper og Fizban.

Re: Arena: Sýnibardagi

í Spunaspil fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Eitt sem ég hef pælt í, í þessu samhengi, er “once per day”, sem á við ansi margt í kerfinu. Bara til að mynda feat-ið sem gerir manni kleift að endurkasta initiative “once per day”, luck-domainið hefur þann möguleika að kasta hvaða kasti sem er aftur, einu sinni á dag, fjöldi rage, stunning fist o.m.fl. miðað við “per day”. Er þarna litið á að þetta núllstillist fyrir hvern einasta bardaga?

Re: Arena: XP

í Spunaspil fyrir 17 árum, 8 mánuðum
2000 xp/gp fyrir sigur á Xerxes.

Re: HaukurD vs Swooper

í Spunaspil fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Krod-Nojr sleppir seiðskrattanum svo hann fellur óþægilega þungt til jarðar. Hann lyftir annarri höndinni til lofts til að taka við hylli áhorfenda sem fengu loks sitt blóð. Hann er hógvær á svip og þungt hugsi. *Nei, þetta var ekki góður leikur. Ég er vel til í re-match ef þú hefur áhuga. Þess vegna núna, en get líka beðið þar til þú ert kominn á þriðja level líka, sem þú vilt kannski skiljanlega.

Re: HaukurD vs Swooper

í Spunaspil fyrir 17 árum, 8 mánuðum
*Jæja, þetta skipti sennilega engu með gang leiks hvort eð er.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok