Draumar mínir falla af herðum mínum og splundrast yfir eyðimerkur grasið, tár mín falla til jarðar og veröld mín hringsnýst í kringum mig. Ein ég er, svo einmanna, svo alein á framandi stað. Gleðin sem áður fyllti hjarta mitt er framandi eins og veröldin sem ég stend á, Allt sem ég áður þekkti er mér framandi, og firringin uppfyllir líkama minn og sál. Ég er mér framandi vera, á framandi stað, svo rótlaus og firrt. Langanir og draumar hafa fjarlægst mig eins og ég sjálf hef yfirgefið mig á...