Það er svo fyndið hvað börn eru einlæg, skemmtileg og fyndin. Það var svo gaman hjá dóttur minni í gær og í fyrradag. Nú í fyrradag fórum við og keyptum uppþvottavél og vorum óvenju seint á ferðinni. Þar sem að við eigum ekki bíl tók ég leigubíl uppí Bræðurnir ormson og dóttir mín er alveg sjúk í að fara í bíl, það syngur hreinlega í henni þegar við förum í bíl en henni fannst alveg magnað að labba um í myrkrinu því að við tókum strætó heim. Daginn eftir (í gær) kom uppþvottavélin og dóttir...