Kæru Hugarar Þið fyrirgefið hnýsnina En mig langar til að spyrja hvað hafið þið í hyggju að eiga mörg börn? Ég hef verið að pæla svolítið í því hvernig það sé að vera einbirni en sjálf á ég gommu af systkinum og hefði alveg rosalega gaman af því að fá að vita kosti og galla þess að vera einbirni. Ykkar, Krusindull P.s Smá mistök en ég rak mig óvart í enter og þess vegna kom engin grein í fyrri póstinum.