Ég stend við gluggann Það er svo sérstök stemming úti, morgunkyrrðin hvíslar að mér góðan dag barnið mitt, svafstu vel. Grasið breiðir rólega úr sér og blómin strjúka stírurnar úr augunum. Tréð í garðinum heilsar mér og segir, Ég er löngu vaknað það verður að vakna snemma og byrja að teygja sig, ég er jafnhátt og húsið en ef vindurinn, vinur minn, feykir skýjunum á brott, svo sólin skíni á greinarnar, þá tek ég vaxtakipp, og verð hærra.