5. Áhrif skaftárelda erlendis voru töluverð. Í Frakklandi skein sólin einungis 2-3 klukkustundir á dag þegar mest lét, og það um hásumar; í kjölfarið varð uppskerubrestur og seinna hungursneið, sem sumir hafa sagt upphaf frönsku byltingarinnar. Einnig varð áhrifa eldanna vart í Bandaríkjunum, þar sem Thomas Jefferson, seinna forseti Bandaríkjanna, fylgdist með veðrinu og hélt nákvæma skrá yfir hitastig þessara ára; samkvæmt hans mælingum kólnaði mjög seint um sumar 1783; næstu þrjú árin voru...