Það er nokkuð sem óhætt er að segja að sé alveg opið, það er hægt að fá mjög ódýra bassa (niður í allt að hundrað þúsund eða þar um bil) en það er líka hægt að fara upp í einhverjar milljónir án þess að hafa mikið fyrir því. Ég þarf bara lítinn ódýran sem soundar sæmilega, og veldur mér ekki hjartaslagi í hvert skipti sem ég rek hann í. Ég er með tvo í sigtinu og það veltur líklega allt á því hversu duglegur ég er að safna næstu daga hvað ég kaupi. En allavega, hægt að finna ódýra, en mjög...