Nú er fyrsta hluta útboðsins á Landssímanum lokið. Eins og við var að búast varð þetta stórkostlegt klúður. Ekki seldist nema einn fimmti af því sem boðið var, og nægir það ekki einu sinni til að hægt sé að skrá fyrirtækið á Verðbréfaþing. Það liggur fyrir að úboðið mistókst. Ástæðurnar eru margar, en helst hafa menn talað um lélega tímasetningu, hátt verð, fyrirkomulag á útboði og hinn óþekkta og valdamikla kjölfestufjárfesti. Þetta eru allt atriði ákveðin af Ríkisstjórn og...