Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Kristbjorn
Kristbjorn Notandi frá fornöld 50 ára karlmaður
338 stig
Áhugamál: Flug, Bækur, Deiglan

Þakgil (0 álit)

í Flug fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Hellirinn í Þakgili

Flugklúbbur Mosfellsbæjar (0 álit)

í Flug fyrir 20 árum, 5 mánuðum

Cirrus SR22 (0 álit)

í Flug fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Fllugvél með fallhlíf

Flug (0 álit)

í Flug fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Eitt af flottari aðflugum á landinu - svo er kominn tími til að losna við bannskiltin af forsíðunni fyrst stríðshaukarnir eru farnir af landinu.

Hlutur í Geirfugli til sölu (0 álit)

í Flug fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Hvern hefur ekki dreymt um að verða Geirfugl? Nú er tækifæri til að láta drauminn rætast. Vegna flutninga úr landi er til sölu einn hlutur í Geirfugli. Geirfugl er langstærsti og flottasti flugklúbbur landsins, með átta flugvélar í rekstri. Félagið var að kaupa stórt og glæsilegt flugskýli á Reykjavíkurflugvelli, og þar verður komið upp félagsaðstöðu. Upplýsingar gefur Kristbjörn Gunnarsson í sími +32-499-530099 og í gegnum tölvupóst kg@bjossi.net.

Óska eftir Lödu 2107 (0 álit)

í Bílar fyrir 21 árum
Ég var að velta fyrir mér hvort enn væru til góðar lödur á landinu. Ég er að leita að bíl í góðu lagi, á númerum og skoðuðum nýlega, ekki alltof mikið ryðguðum. Best væri 2107 með 1500 vélinni og skotti, en ég er til í að skoða aðrar lödur ef um gott eintak er að ræða. Kristbjörn

Flugnámsumræður á frettum.com (1 álit)

í Flug fyrir 21 árum, 1 mánuði
Þessi venjulega umaræða um flugnám, tékk og fleira: http://www.frettir.com/gamalt/006530.php http://www.frettir.com/gamalt/006530.php

jaja (0 álit)

í Flug fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Innleggi frá Flug var eytt að beiðni socata þar sem nafnleynd var rofin. Vinsamlegast virðið það ef fólk vill ekki koma fram undir nafni. Kristbjörn Innleggið var svohljóðandi: [socata] ég og GIB erum að fara á TF-OND til Akureyrar um helgina ef veður leyfir. Mér finnst samt eins og strákarnir segja, að þú mættir vera stundum aðeins jákvæðari í skrifum þínum. Kveðja FRA.

Bookcrossing (0 álit)

í Bækur fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Bookcrossing er skrá yfir bækur sem fólk hefur gefið fresli, með því að skilja þær eftir á almannafæri, vandlega merktum. Sá sem finnur bókina getur síðan skráð fundinn, lesið bókina og látið hana ganga áfram. Flott hugmynd. Mæli með að þið kíkið á http://www.bookcrossing.com/ og takið þátt. Kristbjörn

Íslandsmeistaramót í Vélflugi - Flugrallý (4 álit)

í Flug fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Núna á næstunni fer fram Íslandsmeistaramótið í vélflugi, sem samanstendur af flugrallý og lendingarkeppni. Þetta mót er fyir alla íslenska einkaflugmenn, hvort sem þeir fljúga mikið eða lítið. Ottó Tynes er potturinn og pannan í að skipuleggja þetta mót, og hefur hann mikla reynslu af þvi að skipuleggja leiðir og halda utan um svona apparat. Nú eru tilbúnar leiðir, kort, planblöð, myndir og allt annað sem til þarf, nema hvað eitthvað skortir á þáttökuna. Þetta mót er frábært tækifæri til að...

Samgönguáætlun á Alþingi, kjaftshögg á einkaflugið (32 álit)

í Flug fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Sælir Nú er verið að ræða samgönguáætlun á Alþingi. Það er gott að setja þessi mál í fast horf, og sú áætlun sem þeir hafa verið að talaum hefur verið ágæt, með 61 skilgreindum flugvelli og áætlanir um endurbygginug á pýramídum og lagfæringar á malarvöllum (þó ekki fyrr en 2007-2008). Stærsta atriðið var þó að áætlaðar voru 277 milljónir í æfingarflugvöll í nágrenni Reykjvíkur. Nú á milli umræðna skýtur samgöngunefnd inn breytingartillögu dauðans frá Flugráði: Á 88. fundi flugráðs var...

Aðalfundur FÍE 2002 (18 álit)

í Flug fyrir 22 árum, 1 mánuði
Miðvikudaginn 11. desember 2002 var aðalfundur FÍE fyrir árið 2002 haldinn. Þessi fundur hefði að öllu eðlilegu átt að vera í vor, þar sem fyrri stjórn var kosin vorið 2001 og hafði því setið í hátt í tvö ár. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf en engar lagabreytingartillögur lágu fyrir fundinum. Stutt og laggóð skýrsla stjórnar og reikningar félagsins voru samþykkt án athugasemda. Ný stjórn var kosin án mótframboða. Formaður: Kristbjörn Gunnarsson (Geirfugl) Stjórnarmenn: Guðmundur...

Hópflug á Hólmavík (13 álit)

í Flug fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Sunnudaginn 18. ágúst stendur Flugfélagið Geirfugl fyrir hópflugi á Hólmavík. Stefnt er að eftirfarandi dagskrá: 10:00 mæting í Hreiðrinu, skýli 26. 11:00 Brottför 12:30 Allir lentir á Hólmavík 13:00 Fiskur dagsins á Cafe Riis 14:30 Galdrasýning á Ströndum 15:00 Leiðsögn um bæinn, endað á flugvellinum 16:00 Lagt af stað, flug um Vestfirði eða beint í bæinn eftir veðri og áhuga Að sjálfsögðu eru allir einkaflugmenn velkomnir með. Skráning er á Geirfuglavefnum til að áætla hvað margir hafa...

Vestmannaeyjar um Verslunarmannahelgi (4 álit)

í Flug fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Sælir Þá er hið árlega Vestmannaeyjanotam Flugmálastjórnar komið út. Það er mun jákvæðara en glaðningurinn í fyrra. Nú eru ekki settar neinar ákveðnar takmarkanir á einkaflug, en hins vegar fylgir setningin: “Einkaflug má búast við hindrunum ef aðstæður krefjast. ” Einnig verður einhver stjórnun á flughlaði og búið að setja upp Grundarbylgju (119.5). Ég hvet þá flugmenn sem ætla til Eyja til að kynna sér þetta Notam vel og vera með leiðirnar á hreinu. Það er fátt leiðinlegra en einn...

Klíkur, samtök, félög og stofnanir í einkaflugi (5 álit)

í Flug fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Mazoo sendi inn grein sem endaði á korki um þetta mál. Hér eru hilmiklar pælingar um málið, og ég tel að þessi umræða eigi fullkomlega heima sem grein. Það sem við þarf að skilgreina eru verksvið klúbbanna. Við erum með heilan helling af félögum, en lítið af fólki til að manna þau. Ef allir eru að gera sama hlutinn, hver í sínu horni, þá verður ekkert úr neinu. Þau félög (og flokkar félaga) sem ég man eftir í svipinn eru: - FÍE, Félaga Íslenskra einkaflugmanna - Flugmálafélagið (og...

Falun Gong og Kínaheimsókn (25 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Nú tæpum mánuði eftir utanríkisráðherrafund NATÓ og allt uppistandið í kringum hann er von á öðrum góðkunningja Halldórs í heimsókn. Jiang Zemin Kínaforseti er að koma og tekur með ser 150 manna fylgdarlið. Það sérstaka við þessa heimsókn er að Kínverska sendiráðið er búið að senda Halldóri lista yfir fólk sem má ekki vera á landinu á sama tíma og ástkær forseti þeirra. Þetta munu aðallega vera meðlimir heilsuræktarklúbbsins Falun Gong sem hugðust efna til íhugunar og friðsamlegra mótmæla...

Jórvík - Einkaflug (40 álit)

í Flug fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ja, nú er það svart. Það var löngu vitað að kóarar hjá Jórvík fá ekki borgað, nú er Jórvík farin yfir í einkaflugið. Samkvæmt fréttum var nokkrum farþegum frá vestmannaeyjum skutlað upp á land í kennsluvélum Flugsýnar undir því yfirskini að aðeins væri um einkaflug að ræða. Er þetta ekki alveg út hött ? Eru þeir ekki ennþá með allar vélarnar hans Ísleifs í rekstri ? Enn furðulegri eru þó viðbrögð Flugmálastjórnar. Þarna er um skýrt brot á reglum að ræða. Farþegar sem áttu pantað flug með...

Afmæli hjá Geirfugli (3 álit)

í Flug fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Það eru ekki allar flugfréttir dauði og djöfuldómur, þó annað megi halda af umfjöllun fjölmiðla. Grímseyjarflugið um síðustu helgi var frábært, og núna um helgina var annar skemmtilegur atburður. Flugfélagið Geirfugl var stofnað þann 27. maí 1997 af 6 ungum og upprennandi einkaflugmönnum. Nú er barnið orðið fimm ára, og var haldið upp á það með miklum látum á laugardaginn (kosninga- og Eurovisiondaginn). Skýli 24 var lagt undir fagnaðinn sem samanstóð af grillveislu, myndasýningu, ræðuhöldum...

Lok, lok og læs og allt í stáli (6 álit)

í Flug fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Nú er loksins komið út NOTAM frá FMS sem staðfestir það sem flesta grunaði. Til að bjarga sálarheill NATÓ toppana á að stoppa allt einka- og kennsluflug frá Reykjavíkurflugvelli í nokkra daga á meðan Fokkerar FÍ fljúga óáreittir yfir borginni. Nákvæmlega stendur til að banna alla flugumferð um Reykjavíkurflugvöll og hring í 5 NM radíus í kring um völlinn, frá sjávarmáli og upp i 10.000 feta hæð, nema fyrir nokkrar undantekningar sem eru áætlunarflug, leiguflug, sjúkraflug og vélar í neyð. Þó...

Á hvolfi í Borgarfirði (49 álit)

í Flug fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Veit einhver hvað var að gerast á Stóra Kroppi í gær ? Vísir.is var með frétt um að Cessna 652 hefði endað á hvolfi, sem þýðir væntanlega að Cessna 152 frá FÍ hafi lent í einhverri vitleysu. Var þetta snjór á brautinni ? Hvernig var vindurinn ? Getum við lært eitthvað ? Verður flugvélin gerð upp, eða afskrifuð ? Er þetta tækifæri til að kaupa nýja ? Kristbjörn

Lifi byltingin ! (34 álit)

í Flug fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Sælir Nú eru flugumferðarstjórarnir komnir með samning til nokkurra ára, og verða væntanlega til friðs næstu árin. Samgöngunefnd er að skoða FMS, og ekki er útlit fyrir að nýju loftferðalögin verði samþykkt á næstunni. Það er hins vegar ekki allt í góðu gengi. Það virðist afskaplega lítið vera að gerast niðri á velli. Ég leit niður á völl í gær, sunnudag. Ég byrjaði í FÍ. Það var ágætis veður, en allar vélar inni og einn einmana flugkennari á staðnum. Hjá Geirfugli var lítið að gerast, og...

Flugmálastjórn tekin á teppið (40 álit)

í Flug fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Í fréttablaðinu í dag (öskudag) er áhugaverð frétt. http://www.visir.is/ifx/?MIval=frettir&nr=113 584&v=2 Meirihluti samgöngunefndar (þ.e. Guðmundur Hallvarðsson) er loksins farinn að hlusta á það sem flugheimurinn hefur verið að segja þeim síðustu mánuðina. Eftir að fulltrúar Flugskóla helga og Jórvíkur fengu að lesa yfir nefndinni virðist loksins eiga að fara að skoða málin. Ég óska Jórvík og Helga til hamingju með þennan árangur. Í flestum siðmenntuðum löndum væri Sturla löngu búinn að...

Veikindi flugumferðarstjóra og lokun BIRK (32 álit)

í Flug fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Eins og fram hefur komið á korkum ákvað Flugmálastjórn að banna einka- og kennsluflug frá Reykjavíkurflugvelli síðastliðinn sunnudag eftir að 15 af 23 flugumferðarstjórum á vakt tilkynntu veikindi. Þetta gerðist á björtum og fallegum sunnudegi í frábæru flugveðri. Þetta var einn af þessum dögum þegar loftið yfir Íslandi ætti að vera fullt af einkaflugvélum að njóta veðursins, en nú var það stöðvað vegna kjaradeilu flugumferðarstjóra. Nú ætla ég ekki að efa það að allir þessir...

2. umræða um loftferðafrumvarp (5 álit)

í Flug fyrir 23 árum
Sælir Á fimmtudaginn verður margumrætt frumvarp samgönguráðherra um stóraukin völd FMS tekið til 2. umræðu á Alþingi. Þingpallar eru öllum opnir, og hvet ég þá sem eiga heimangengt til að láta sjá sig, og heyra hvað alþingismenn hafa um málið að segja. Dagskrá Alþingis þessa vikuna er á vefslóðinni http://www.althingi.is/vikan/vikan.html Fundur hefst kl. 10:30, og er loftferðafrumvarpið fyrsta mál á dagskrá. Nú er tækifæri til að sýna að við látum ekki vaða yfir okkur alveg þegjandi og...

Aðgangur að flugvelli (11 álit)

í Flug fyrir 23 árum, 1 mánuði
Sælir Síðan ég byrjaði að fljúga hef ég alltaf getið gengið inn um hlið og beint inn á völl. Í morgun gerðist það í fyrsta skipti að ég mætti fyrirstöðu á leiðinni. Slökkviliðið hafði upp á sitt einsdæmi ákveðið að nú væri góður tími til að læsa gönguhliðinu við Fluggarða. Gönguhliðið er það hlið sem ég er vanur að nota, og það hlið sem vallaryfirvöld hafa verið að benda okkur einkaflugmönnum á að nota til að minnka bílaumferð um svæðið. Eftir að ég hafði upp á Slökkviliðsmönnum útskýrðu...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok