Mér finnst laugardagar og sunnudagar geta kennt manni margt um hamingju. Föstudagar og Laugardagar eru bestu dagarnir, en sunnudagar sökka. Samt er eini munurinn á þeim að dagurinn eftir laugardaginn og föstudaginn er frídagur en dagurinn eftir sunnudaginn er ekki frídagur. Og þetta virðist, hjá mér allavega, ekki hafa neitt með möguleika um að vaka frameftir að gera. Tilhlökkun, eða bara jafnvel undirliggjandi vitneskja um að eitthvað gott sé framundan, er stór hluti af hamingjunni.