Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Kreator
Kreator Notandi frá fornöld 42 ára karlmaður
320 stig Sambandsstaða: Ekki á lausu
Hefur áhuga á: Konum
“spurningin er ekki hvad maður getur… heldur hvað maður gerir!” (Purrkur pillnikk, Einar Örn)

Playlistar fyrir ýmis tækifæri (16 álit)

í Metall fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Minns leiðist þannig að ég ákvað að skrifa svona playlistagrein með öðru sniði. Þunglyndislisti My Dying Bride-My whine in silence My Dying Bride hitta alltaf í mark hjá mér þegar þunglyndið kikkar inn. Þetta lag er virkilega tilfinningaþrungið en ekki allra…. Nick Drake-Place to be Vá Nick Drake tekst alltaf að gera mann meyran. Þetta lag fær mann til að tárast. Bonnie “Prince” Billie-The way Það er eitthvað svo mikið haust í þessu lagi og textinn maður… Jeff Buckley-Hallelujah Þarf ég að...

Martröð (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Í nótt festist ég í neti óttans Í aðstæðum sem ég vildi ekki vera í Á stað sem ég vildi ekki vera á Vaknaði við hrópin í sjálfum mér Við hlið mér lá stúlkan mín nakin Ég hjúfraði mig saman “Haltu utan um mig” Hún heyrði bón mína Vafði mig kærleika og hlýju Ég skolaði áhyggjunum burt með söltum og heitum tárum

Iron Maiden- Virtual XI (23 álit)

í Metall fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Jæja. Iron Maiden er ein af mínum uppáhaldshljómsveitum… en hvað voru þeir að pæla hér!? Fékk Blaze Bayley að ráða miklu á þessum disk? Èg trúi ekki öðru. Og coverið er líka hrikalega ljótt! Fékk þennan merkisdisk í afmælisgjöf frá vini mínum fyrir nokkrum árum. Ekki slæm gjöf hehe! Hér er lagalistinn: 1. Futureal (Bayley/Harris) - 2:55 2. The Angel and the Gambler (Harris) - 9:52 3. Lightning Strikes Twice (Harris/Murray) - 4:50 4. The Clansman (Harris) - 8:59 5. When Two Worlds Collide...

Mín uppáhalds chili peppers lög (30 álit)

í Músík almennt fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Èg ákvað að setja upp smá lista yfir mín uppáhaldslög með minni uppáhaldshljómsveit. Hlakkar til að heyra álit ykkar. Èg skal reyna að réttlæta val mitt eins vel og ég get. Og þeir sem þola ekki Red Hot Chili Peppers þeir mega alveg sleppa því að tjá sig. -Takk Kreator Róleg lög 1.Under The Bridge (Blood Sugar Sex Magik) ***** (Bara snilld) 2.Roadtrippin (Californication) **** 1/2 (Frábær útilegufílingur) 3. I Could have lied (Blood Sugar Sex Magik) **** 1/2 (fallegt) 4.Scar Tissue...

N.W.A. (14 álit)

í Músík almennt fyrir 21 árum, 9 mánuðum
N.W.A. (Niggas with attitute) N.W.A. er ein umdeildasta rappgrúppa í sögu rappsins. Textarnir þeirra snérust mikið um kynlíf og glæpi. Eazy-E (Eric Wright) stofnaði Ruthless Records fyrir pening sem hann græddi á dópsölu. Fyrirtækinu gekk ekki svo vel í fyrstu en þegar Dr. Dre(Andre Young) og Ice Cube (O´shea Jackson) byrjuðu að semja fyrir Ruthless byrjuðu hjólin að snúast. Hann fékk þá til liðs við sig ásamt DJ Yella(Antoine Carraby) sem var með Dr. Dre í World Class Wreckin´Cru, auk þess...

Kreator (8 álit)

í Metall fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Èg byrja á smá upplýsingum um þessa ágætu hljómsveit. Kreator var stofnuð í Essen, Þýskalandi árið 1986. Byrjuðu sem “Tormentor” en breyttu síðar nafninu í “Kreator”. Mille Petrozza er aðalgaurinn í sveitinni, hann syngur og spilar á gítar, hefur lært á gítar frá 12 ára aldri. Hann og trommuleikarinn Jürgen Riel eða “Ventor” eru þeir einu sem eru búnir að vera saman allan tímann. Þeir eru sagðir hafa haft mikil áhrif á evrópskan meta, enda með þeim hröðustu og uppfinningasömustu á þessum...

Halli Ara og svaðilförin á Miklubraut (6 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Hann var fyrir utan blokkina sína að leika sér þegar hann sá hana. Það var eins og hún væri með eitthvað á hausnum, og það var ekki hár… það var eldur. Hann var sem dáleiddur, hann starði á þessa veru. Hann starði á þetta bál sem logaði á höfðinu á henni. Hún vinkaði honum til merkis um að elta sig. Hann fór á eftir henni án umhugsunar. Hann elti þessa leyndardómsfullu veru og einbeitningin skein úr augum hans. Hann reyndi að halda í hana, gekk eins rösklega og litlir fætur hans gátu borið...

Paula-kvikmynd (2 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Aðalpersónur: Jói: Feiminn menntaskólastrákur , sögumaður Gummi: Sjálfsöruggur vinur Jóa Jói og Gummi eru vinir, og hafa verið það síðan þeir voru sex ára.. Formáli (Strætóstoppistöð. Jói kemur gangandi og sest á bekk) Jói: Paula… þessi ítalskættaða yngismær, hún var skólasystir mín í menntaskóla. Þegar hún var í augnsýn skipti mig ekkert annað máli. Ég er nokkuð viss um að fleiri séu á sama máli enn í dag. Hún er jafnvel fallegri í dag en þá. Einu sinni var ég feiminn drengur en það...

Möguleikar (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Þessar milljónir tonna af ljósi Voru skotnar niður Nýkomnar úr sjúkraflugi Þær segjast saklausar Og á þessari ögurstund sköpunar Veita þær sérstaka athygli Á skæðri kastljósasótt Sem býður upp á ótal möguleika Á stærð við rútu En þegar ég lenti í lýðveldi samviskunar Bjóst ég við suðaustlægri átt Og auknum neysluhraða Fyrir alla viðburði og skynjanir Sem sýnast óendanlegir möguleikar Hún spennti á hann men sitt Til að finna rétta líffæraþegann Við þrúgandi aðstæður Sem verða æ færri á lífsleiðinni

Queen of the Damned (29 álit)

í Metall fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þessi diskur er búinn að vera í spilaranum hjá mér lengi. Minna upp á síðkastið en ég set hann alltaf í þegar ég er í stuði. Að mínu mati besta soundtrack í langan tíma. Lagalisti: 1. Not Meant for Me Voc. Wayne Static - 4:09 (samið af R. Gibbs og J. Davis) 2. Forsaken Voc. David Draiman - 3:39 (samið af R. Gibbs og J. Davis) 3. System Voc. Chester Bennington - 5:03 (samið af R. Gibbs og J. Davis) 4. Change (In the House of Flies) Deftones - 4:18 5. Redeemer performed by Marilyn Manson -...

La chicha buena (12 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
¿Donde está chicha buena? ¡Eres la chicha más hermosa! ¿Donde estás hoy? ¡Te amo!

Dimmu Borgir-Stormblåst (18 álit)

í Metall fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Grein þín hljóðaði svo: Lagalisti: 1. Alt lys er svunnet hen 6:07 2. Broderskapets ring 5:10 3. Når sjelen hentes til helvete 4:33 4. Sorgens kammer 6:21 5. Da den kristine satte livet til 3:08 6. Stormblåst 6:16 7. Antikrist 3:43 8. Dødsferd 5:30*** 9. Vinder fra en ensom grav 4:28** 10. Guds fortapelse - apenbaring av dommedag 4:24 1. “Alt lys er svunnet hen” ****1/2 Byrjar á orgelsólói. Svo kemur smá kafli með orgeli og gítar. Svo hægist aftur á þessu og Shakrat kemur með rosalegt öskur!...

Pæling.... (15 álit)

í Rómantík fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Tek það fram í byrjun að ég skrifaði þetta í miklu “þreytu og tilfiningakasti” vonandi meikar þetta eitthvað sens. Langar bara að fá smá viðbrögð. ok here it goes: Èg er tvítugur drengur. Hef einu sinni orðið “ástfanginn”, held samt þegar ég lýt til baka að það hafi bara verið þessi aldur(var 14-15 ára). Lengsta samband mitt….. ef samband skal kalla entist í 24 tíma um það bil. Hugsa eftir á að það hafi verið mér að kenna. Mjög flókið mál sem ég ætla að halda fyrir sjálfan mig. Síðan varð ég...

Skid Row-Skid Row (16 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Fyrir þá sem vita ekki hverjir Skid Row eru þá er þetta svona 80´s hard-rock feelgood band. Stofnuð 1986 af bassaleikaranum Rachel Bolan og gítarleikaranum Dave “The Snake” Sabo. Þeir fengu síðan til liðs við sig gítarleikarann Scotti Hill, trommarann Rob Affuso, og söngvarann Sebastian Bach. Èg ætla hér að fjalla um frumburð þeirra Skid Row manna. Plötu sem heitir einfaldlega: “Skid Row”. Lagalistinn er svona: 1. Big Guns (Affuso/Bolan/Hill/Sabo) - 3:36 *** 2. Sweet Little Sister...

Heilræði (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Kassann út! Gaktu stoltur áfram. Ekkert skal stöðva þig. Erfiðleikar eru til að sigrast á þeim. Gefstu aldrei upp! Sigur er eina lausnin! Ryddu götuna með sjálfan þig að vopni. Allt tekur enda einhvern tímann. Líka það sem erfitt er.

Myrkr (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Komdu Komdu inn í myrkrið Komum inn í myrkrið Myrkr Myrkr felur mig Myrkr felir þig Enginn finnr okkr hér Hverfum……………………

Andrew W.K. Partýdýr með meiru! (14 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Partýdýrið Andrew W.K hefur verið að gera allt vitlaust upp á síðkastið. Èg var að hugsa um að fræða ykkur aðeins um gaurinn. W.K. stendur fyrir Wilkes-Krier(sem eru fjölskyldunöfn foreldra hans) einnig “White Killer”, og “Women Kum”. Spilar hann blöndu af rokki poppi og danstónlist og notar píanó óspart í lögum sínum. Andrew byrjaði að læra á píanó fjögra ára gamall. 17 ára gamall var hannn byrjaðjur að semja og taka upp sitt eigið efni. Spilaði í Detroit punk og metal hljómsveitum Flutti...

Flea og chili peppers (7 álit)

í Músík almennt fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Einn besti bassaleikari fyrr og síðar(mitt mat). Fæddist í Melbourne, Ástralíu. 16 október 1962. Fjölskyldan hans flutti til L.A. þegar hann var unglingur. Hlustaði mikið á jazz á unglingsárunum og byrjaði að æfa sig á trompet. Ì “Fairfax High School”. Þar kynntist hann gítarleikaranum Hillel Slovak og skáldinu Antony Kiedis. Þeir urðu miklir vinir og Hillel byrjaði að kenna “Flea” á bassa og kynnti hann fyrir alvöru rokk-tónlist eins(Jimi Hendrix ofl.) Hann er talinn vera sá sem fann upp...

Flea og Red hot chili peppers (22 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Michael Balzary(Flea) og Red Hot Chili Peppers Einn besti bassaleikari fyrr og síðar. Fæddist í Melbourne, Ástralíu. 16 október 1962. Fjölskyldan hans flutti til L.A. þegar hann var unglingur. Hlustaði mikið á jazz á unglingsárunum og byrjaði að æfa sig á trompet. Ì “Fairfax High School”. Þar kynntist hann gítarleikaranum Hillel Slovak og skáldinu Antony Kiedis. Þeir urðu miklir vinir og Hillel byrjaði að kenna “Flea” á bassa og kynnti hann fyrir alvöru rokk-tónlist eins(Jimi Hendrix ofl.)...

Purrkur Pillnikk-Googoplex (17 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Purrkur Pillnikk-Googoplex Þetta er ein/n af mínum uppáhaldsdiskum/plötum. Èg drakk plötunna í mig er ég uppgötvaði hana í plötusafni foreldra minna. Mann ekki hversu gamall ég var 8 ára held ég…. Purrkinn skipuðu: Einar Örn Benediktsson-söngur Bragi Òlafsson-bassi Friðrik Erlingsson-gítar Àsgeir Jónsson-trommur Þeir spiluðu líka á orgel, garðklúbbprik og fleira skemmtilegt. Hvar eru þeir núna?: Purkurinn byrjaði árið sem ég fæddist, nánar tiltekið 1982. Þeir hættu ´84 eftir glás af...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok