Ég vaknaði einn morgun, frekar slappur. Mér fannst ég hálfveikur, með dálítinn hausverk og hálfórólegur í maganum. Ég fann spegil einhversstaðar, skrítinn í laginu, eins og málningaklessa. Ég held hann hafi verið skorinn út þannig, ég veit ekki. En í speglinum leit ég út fyrir að hafa ekki sofið í mörg ár. Augun sokkin og bólgin, þungir baugar, hárið í algjörri óreyðu. Ég var líka með vont bragð í munninum, eins og maður á von á að hestaskítur bragðist en gerir samt ekki. Svo virti ég fyrir...