Tónlistarnám getur verið svo mismunandi eftir kennurum. Ég er búin að fara í gegnum þá marga. Ég lærði á klarinett í 9 ár í skóla. Fyrsti kennarinn minn á klarinett var frábær. Hann elskaði tónlist og vildi gefa af sér. Hann var mikið fyrir djass og því einkenndust lögin sem ég fékk frá honum af djassi. Hann var líka meira fyrir fallegan hljóm og að þroska tóneyra en að fá sem mesta hraða og tækni. Næsti sem ég fékk var morð. Ég var 11 ára og fékk tíma kl. 8 að kvöldi til. Hann lét mig spila...