Sælt veri fólkið, Fyrir um hálfu ári las ég bókina ‘Life of Birds’ eftir David Attenborough sem ég fékk að láni hjá bókasafni hér í borg. Frábær lesning sem hélt fyrir mér vöku ansi mörg kvöld. Síðan keypti ég mér þáttaröðina á DVD. Þetta eru 3 diskar, og á þeim eru 10 þættir. Fyrsti þátturinn er um þróun fugla, síðan er næsti þáttur um flugið sjálft og síðan er hin ýmsu viðfangsefni tekin fyrir í hverjum þætti fyrir sig. Áhugasemi Attenborough er smitandi, hann lifar sig inn í allt sem hann...