En það er samt sem áður stór spurning með innanlandsflugið. Það er nottlega auka kostnaður fyrir flugfélög að fara til KEF vegna lengri vegalengda + vesen fyrir farþega að koma sér til RKV frá KEF eftir lendingu. Ég held, af töluverðri reynslu bæði sem notandi innanlandsflugs og sem starfsmaður hjá F.Í., að innanlandsflugið geti ekki gengið ef KEF yrði settur undir það. Mér finnst þetta þess vegna vera spurning um hvort sé mikilvægara, landrými í Vatnsmýrinni eða innanlandsflug á Íslandi.