Mér finnst alveg ferlegt að horfa upp á fólk með ofnæmi neita sér smátt og smátt um að taka þátt í lífinu. Ein stelpa sem ég þekki er með ofnæmi fyrir öllu mögulegu, köttum, hundum, hestum, grasi, flestum tegundum af trjáfrjói, appelsínum og tómötum, hnetum, og mörgu fleiru. Ég held að mér sé óhætt að segja að ekkert af þessu ofnæmi hafi hún haft sem barn - ég ólst svo að segja upp með henni og tók aldrei eftir neinu. En svo fór þetta að koma upp og þá þverneitaði hún að taka þátt í athöfnum...