Við mannfólkið erum háð vana og festu. Líf okkar skal ætíð sitja í föstum, vel mótuðum skorðum og því finnur hver sá sem er staddur í óþekktu umhverfi til mikillar vanmáttarkenndar. Umhverfið tekur á sig nýja og ógnvænlega mynd þar sem hver hlutur skrumskælist í samræmi við hugarástand hins örvæntingarfulla manns sem er fullkomlega á valdi aðstæðnanna. Það eru þessi áhrif, hin meðfædda tilhneiging hugans til þess að mikla og teygja til alla upplifun sem að hinir tilvistarlegu expressionistar...