„Hann hafði verið lélegur síðustu árin, enda lítið notaður þar sem ég er orðinn gamall og hef ekkert farið í göngur,“ segir Jón Stefánsson, bóndi í Höfðabrekku í Kelduhverfi við Öxarfjörð. Blakkur kvaddi þennan heim í byrjun nýs árs að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Blakkur var þrjátíu og átta vetra og var orðinn ansi hrumur. Jón bóndi segir að hann hafi einfaldlega verið orðinn saddur lífdaga. „Hann var daufur í fyrradag og lélegur að borða og í gær datt hann bara út af,” segir...