Þegar hún hringdi í mig, sagði mér að það varst þú, að þú hafir framið sjálfsmorð. Tárin komust ekki niður, bara hnútur í maganum, ég átti enginn orð. En þú varst svo fallegur. Þú varst svo sterkur. Gafst mér von og sýndir mér hvernig ætti að lifa. Án gremju og sjálfshaturs, lyga og sjálfsblekkinga, gerðir lífið þess virði, að ég vildi lifa því. Og svo fórstu, leiðina sem ég einu sinni ætlaði. Ég gat ekkert gert, skildi ekki neytt. Tilfinningarnar rugluðu mig. Sorg, reiði, eftirsjá og öfund....