Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Khayman
Khayman Notandi frá fornöld 432 stig

Space Cowboys (5 álit)

í Kvikmyndir fyrir 24 árum
Clint Eastwood hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér og þess vegna hlakkaði ég til að sjá nýjustu mynd hans, Space Cowboys. Gaman var að sjá alla þessa skemmtilegu leikara í sömu myndinni, Eastwood, Tommy Lee Jones, Donald Sutherland og James Garner. Myndin byrjaði vel og var frekar fyndin framan af en því miður dalaði hún undir lokin og kenni ég slöku handriti um. Sagan var oft fyrirsjáanleg og ýmislegt var ansi langsótt. Það er t.d. leiðinlegt þegar karakterum er bætt inn í handrit til að...

Shaft (5 álit)

í Kvikmyndir fyrir 24 árum
Ég skellti mér í bíó um daginn og sá Shaft. Eins og eflaust allir vita þá leikur Samuel L.Jackson þennan ofurtöffara og gerir það vel. Mér fannst hann passa ágætlega í hlutverkið og framan af fannst mér myndin mjög skemmtileg. Shaft var svo svalur og hann hafði stjórn á öllu í kringum sig, það var ekkert sem Shaft réði ekki við. Þegar leið á myndina breyttist myndin því miður í hasarmyndasteypu, eitthvað sem mér fannst vera fyrir neðan virðingu Shaft. Allt í einu fór allt í háaloft, Shaft...

Regional Coding Enhancement (8 álit)

í Kvikmyndir fyrir 24 árum, 1 mánuði
Á síðustu vikum hafa verið uppi fréttir um að kvikmyndaverin séu að reyna að sporna við þeirri þróun að fólk sem ekki býr í Bandaríkjunum og Kanada kaupi myndir sem eru gefnar út fyrir það svæði (Region 1). Þess vegna hafa þeir þróað nýja lausn sem kallast “Regional Coding Enhancement” og á að koma í veg fyrir að Region 1 myndir sem innihalda þessa nýju tækni spilist á DVD spilurum sem hafa verið breytt til að spila öll svæði. Nú er bara að bíða og sjá hvort þetta beri einhvern árangur. Nú...

The Simpsons á DVD (17 álit)

í Teiknimyndir fyrir 24 árum, 1 mánuði
Í byrjun næsta árs (aldar, árþúsunds) kemur út fyrsta serían af The Simpsons og þá verður nú kátt á hjalla. Ég held að vísu að settið verði bara gefið út í Bandaríkjunum til að byrja með þ.a. fólk hér á landi sem vill eignast þessa frábæru þætti verða að eiga spilara sem getur spilað “Region 1” diska. Ég held að vísu að það gildi um langflesta sem hafa keypt sér DVD spilara. Það verður alveg örugglega framhald á þessu og má búast við að það verði gefnar út 2-3 seríur á ári hverju.

Stöð 2 fer illa með Simpsons (72 álit)

í Teiknimyndir fyrir 24 árum, 1 mánuði
Eflaust muna allir eftir því að RÚV sýndi Simpsons þættina og Stöð 2 keypti síðan sýningarréttinn. Allt var það hið eðlilegasta mál því auðvitað vill Stöð 2 fá vinsæla þætti á dagskrána sína. Það var því frekar leiðinlegt að Stöð 2 skyldi fara svona illa með þennan sýningarrétt. Ég man ekki betur en að sýning nýrra Simpsons þátta hafi alveg legið niðri í lengri tíma og Stöð 2 hafi aðeins verið að endursýna gamlar Simpsons seríur. Þegar nýju þættirnir fóru að birtast á skjánum settu þeir...

Bond á hraðri niðurleið (14 álit)

í Kvikmyndir fyrir 24 árum, 1 mánuði
Nú er 007 í vandræðum! Robbie Williams á að syngja titillag næstu Bond myndar. Þrátt fyrir að mér finnist Pierce Brosnan góður Bond þá hefur mér fundist Bond serían á niðurleið (sérstaklega ef miðað er við síðustu mynd). Útlitið er þó ennþá svartara ef maður þarf að hlusta á gaulið í Robbie Williams í næstu mynd. Það lítur einnig út fyrir að maður þurfi að bera hann augum því hann fær líklega smá hlutverk í myndinni. Gaman væri að heyra hvað öðrum finnst um þetta og einnig hvað fólki finnst...

Auglýsingahlé á kvikmyndum RÚV (16 álit)

í Kvikmyndir fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Þar sem þetta er nú staður fyrir áhugamenn um kvikmyndir þá vil ég koma því á framfæri við þá sem kannski hafa misst af því í fréttunum að uppi er hugmyndir um að troða 2 mínútna auglýsingahléi inn í sýningar RÚV á kvikmyndum sem eru yfir 90 mínútur. Þetta er að sjálfsögðu alveg fáránleg hugmynd og full ástæða að fólk láti heyra í sér til að mótmæla þessu rugli. RÚV menn tala um að fyrir auglýsingahléum séu fordæmi t.d. í Formúlunni en ég blæs nú bara á svoleiðis rök því ein vitleysan...

Sjónvarpsþættir á DVD (6 álit)

í Kvikmyndir fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Nú er búið að vera gefa út efni á DVD í nokkur ár en lítið hefur farið fyrir útgáfu sjónvarpsþátta á þeim tíma. T.d. er búið að gefa út fyrstu seríuna af “X-Files”, allar seríurnar af “Monty Python´s Flying Circus”, eitthvað af Avengers, smá af “Star Trek Original Series” og meirihlutann af “Friends” (á Region 2). Sjálfur hef ég mikinn áhuga á að eiga sumar seríur á DVD þó ég einblíni aðallega á að safna mér kvikmyndum. Ég nefni sem dæmi “The Simpsons” sem ég hef lesið að verði gefnir út á...

16:9 eða 4:3? (6 álit)

í Kvikmyndir fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Ég er dálítið forvitinn að vita hvort það skipti fólki hér máli hvernig “aspect ratio” (myndform?) sé á kvikmyndum sem það kaupir, þ.e.a.s. hvort myndin sé í breiðtjaldsstærð eða venjulegri sjónvarpsstærð. Ég segi fyrir mig að ég vil helst kaupa kvikmyndir í þeirra upprunalega formi (sem oftast er breiðtjaldsstærð) og ef myndin er ekki í því formi þá kaupi ég ekki myndina. Það mætti kannski setja skoðanakönnun í gang varðandi þetta.

Nýjar upplýsingar um X-Men á DVD (2 álit)

í Kvikmyndir fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Fyrir stuttu síðan var send inn grein sem fjallaði um útgáfu X-Men kvikmyndarinnar á DVD. Síðan þá hefur ýmislegt breyst. Nú er 20th Century Fox búið að tilkynna að myndin verði gefin út á einum disk 21.nóvember og verður myndin í “anamorphic” breiðtjaldsútgáfu með Dolby Digital 5.1 hljóðrás en ekki DTS hljóðrás eins og áður hafði verið talað um. Búið er að bæta 6 aukaatriðum (tvö þeirra er lenging á atriðum sem voru fyrir í myndinni) sem notandinn þarf að ræsa hverju sinni ef hann vill sjá...

Íslenskar kvikmyndir (10 álit)

í Kvikmyndir fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Rosalega er ég þreyttur á umfjöllun íslenskra fjölmiðla á íslenskum kvikmyndum. Í hvert skipti sem íslensk kvikmynd er sýnd í bíó þá er talað um hvað hún sé frábær og maður getur ekki fundið eina einustu kvikmyndagagnrýni sem gefur minna en þrjár og hálfa stjörnu. Íslenskar kvikmyndir standa langfæstar undir þessu öllu saman. Nú síðast sá ég stjörnugjöf Moggans á nýjustu myndinni, Íslenska Draumnum. 4 stjörnur! Plís, þetta er engin fjögurra stjörnu mynd. Að halda því fram er bara fáránlegt....

Ríkissjónvarpið - Á það að fara? (2 álit)

í Hugi fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Engin spurning segi ég. Ekki vegna þess að stöðin býður upp á hundlélega dagskrá (að sjálfsögðu álitamál) heldur vegna þess að það er fáránlegt að skylda fólk til að borga fyrir dagskrá sem það hefur kannski engan áhuga til að horfa á. Ríkissjónvarpið er ekki nauðsynlegt öryggistæki eins og sumir halda fram auk þess sem vel væri hægt að hafa sérstaka öryggisrás sem hægt væri að grípa til þegar á þarf að halda. Annars er útvarpið alveg nægilegt öryggistæki. Hvað finnst ykkur um þetta?

Pitch Black (10 álit)

í Kvikmyndir fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Ég skellti mér í bíó í gær og sá Pitch Black. Ég hafði heyrt misjafna hluti um myndina og bjóst þess vegna ekki við miklu en gerði mér þó vonir um að sjá ágætis mynd. Ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum því myndin er alveg þrælgóð. Hefði getað verið alveg hrikalega týpísk en sleppur vel frá klisjum (þótt auðvitað sé hægt að benda á eina eða tvær). Ég hlakka til að sjá næstu mynd sem þessi leikstjóri sendir frá sér (David Twohy). Hann hefur m.a. leikstýrt “The Arrival” sem er eina myndin sem...

Háskólabíó fær mínus í kladdann (9 álit)

í Kvikmyndir fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Ég fór í Háskólabíó fyrir nokkru og áður en ljósin voru slökkt voru sýndar skjáauglýsingar. Ekkert athugavert við það svo sem nema að eftir fimmtu hverju skjáauglýsingu var sýnd leikin auglýsing og það fór alveg hrikalega í taugarnar á mér. Það er varla hægt að tala saman á meðan hún er í gangi og síðan hefur maður 5 skjáauglýsinga bil til að tala saman áður en næsta leikna auglýsing þaggar niður í manni. Fer þetta í taugarnar á einhverjum öðrum eða er ég sá eini sem tek eftir þessu? Þetta...

Varist Region 2 útgáfur (0 álit)

í Kvikmyndir fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Í dag kaupa allir kvikmyndir á DVD í stað VHS aðallega til að fá betri mynd- og hljóðgæði. Ekki allir gera sér grein fyrir að ef myndin er keypt á Íslandi þá eru þeir mjög oft að fá útgáfu sem stenst engan veginn samanburð við útgáfur frá Bandaríkjunum. Region 1 diskar innihalda velflestir “anamorphic” breiðtjaldsútgáfur á meðan Region 2 diskar bjóða oft aðeins upp á “letterboxed” breiðtjaldsútgáfur. Munurinn á þessum útgáfum er sá að “anamorphic” myndir eru í meiri upplausn í...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok