Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Khayman
Khayman Notandi frá fornöld 432 stig

Sjónvarpsþættir á DVD (6 álit)

í Kvikmyndir fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Nú er búið að vera gefa út efni á DVD í nokkur ár en lítið hefur farið fyrir útgáfu sjónvarpsþátta á þeim tíma. T.d. er búið að gefa út fyrstu seríuna af “X-Files”, allar seríurnar af “Monty Python´s Flying Circus”, eitthvað af Avengers, smá af “Star Trek Original Series” og meirihlutann af “Friends” (á Region 2). Sjálfur hef ég mikinn áhuga á að eiga sumar seríur á DVD þó ég einblíni aðallega á að safna mér kvikmyndum. Ég nefni sem dæmi “The Simpsons” sem ég hef lesið að verði gefnir út á...

16:9 eða 4:3? (6 álit)

í Kvikmyndir fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Ég er dálítið forvitinn að vita hvort það skipti fólki hér máli hvernig “aspect ratio” (myndform?) sé á kvikmyndum sem það kaupir, þ.e.a.s. hvort myndin sé í breiðtjaldsstærð eða venjulegri sjónvarpsstærð. Ég segi fyrir mig að ég vil helst kaupa kvikmyndir í þeirra upprunalega formi (sem oftast er breiðtjaldsstærð) og ef myndin er ekki í því formi þá kaupi ég ekki myndina. Það mætti kannski setja skoðanakönnun í gang varðandi þetta.

Nýjar upplýsingar um X-Men á DVD (2 álit)

í Kvikmyndir fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Fyrir stuttu síðan var send inn grein sem fjallaði um útgáfu X-Men kvikmyndarinnar á DVD. Síðan þá hefur ýmislegt breyst. Nú er 20th Century Fox búið að tilkynna að myndin verði gefin út á einum disk 21.nóvember og verður myndin í “anamorphic” breiðtjaldsútgáfu með Dolby Digital 5.1 hljóðrás en ekki DTS hljóðrás eins og áður hafði verið talað um. Búið er að bæta 6 aukaatriðum (tvö þeirra er lenging á atriðum sem voru fyrir í myndinni) sem notandinn þarf að ræsa hverju sinni ef hann vill sjá...

Íslenskar kvikmyndir (10 álit)

í Kvikmyndir fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Rosalega er ég þreyttur á umfjöllun íslenskra fjölmiðla á íslenskum kvikmyndum. Í hvert skipti sem íslensk kvikmynd er sýnd í bíó þá er talað um hvað hún sé frábær og maður getur ekki fundið eina einustu kvikmyndagagnrýni sem gefur minna en þrjár og hálfa stjörnu. Íslenskar kvikmyndir standa langfæstar undir þessu öllu saman. Nú síðast sá ég stjörnugjöf Moggans á nýjustu myndinni, Íslenska Draumnum. 4 stjörnur! Plís, þetta er engin fjögurra stjörnu mynd. Að halda því fram er bara fáránlegt....

Ríkissjónvarpið - Á það að fara? (2 álit)

í Hugi fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Engin spurning segi ég. Ekki vegna þess að stöðin býður upp á hundlélega dagskrá (að sjálfsögðu álitamál) heldur vegna þess að það er fáránlegt að skylda fólk til að borga fyrir dagskrá sem það hefur kannski engan áhuga til að horfa á. Ríkissjónvarpið er ekki nauðsynlegt öryggistæki eins og sumir halda fram auk þess sem vel væri hægt að hafa sérstaka öryggisrás sem hægt væri að grípa til þegar á þarf að halda. Annars er útvarpið alveg nægilegt öryggistæki. Hvað finnst ykkur um þetta?

Pitch Black (10 álit)

í Kvikmyndir fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Ég skellti mér í bíó í gær og sá Pitch Black. Ég hafði heyrt misjafna hluti um myndina og bjóst þess vegna ekki við miklu en gerði mér þó vonir um að sjá ágætis mynd. Ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum því myndin er alveg þrælgóð. Hefði getað verið alveg hrikalega týpísk en sleppur vel frá klisjum (þótt auðvitað sé hægt að benda á eina eða tvær). Ég hlakka til að sjá næstu mynd sem þessi leikstjóri sendir frá sér (David Twohy). Hann hefur m.a. leikstýrt “The Arrival” sem er eina myndin sem...

Háskólabíó fær mínus í kladdann (9 álit)

í Kvikmyndir fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Ég fór í Háskólabíó fyrir nokkru og áður en ljósin voru slökkt voru sýndar skjáauglýsingar. Ekkert athugavert við það svo sem nema að eftir fimmtu hverju skjáauglýsingu var sýnd leikin auglýsing og það fór alveg hrikalega í taugarnar á mér. Það er varla hægt að tala saman á meðan hún er í gangi og síðan hefur maður 5 skjáauglýsinga bil til að tala saman áður en næsta leikna auglýsing þaggar niður í manni. Fer þetta í taugarnar á einhverjum öðrum eða er ég sá eini sem tek eftir þessu? Þetta...

Varist Region 2 útgáfur (0 álit)

í Kvikmyndir fyrir 24 árum, 3 mánuðum
Í dag kaupa allir kvikmyndir á DVD í stað VHS aðallega til að fá betri mynd- og hljóðgæði. Ekki allir gera sér grein fyrir að ef myndin er keypt á Íslandi þá eru þeir mjög oft að fá útgáfu sem stenst engan veginn samanburð við útgáfur frá Bandaríkjunum. Region 1 diskar innihalda velflestir “anamorphic” breiðtjaldsútgáfur á meðan Region 2 diskar bjóða oft aðeins upp á “letterboxed” breiðtjaldsútgáfur. Munurinn á þessum útgáfum er sá að “anamorphic” myndir eru í meiri upplausn í...

MI:2 : Heimsk mynd (18 álit)

í Kvikmyndir fyrir 24 árum, 4 mánuðum
Þeir sem ekki hafa séð Mission Impossible 2 og ætla að sjá hana (sem ég mæli ekki með) ættu ekki að lesa lengra.<br><br>Ég skoðaði kvikmyndir.is áðan og sá dómana sem fólk var að gefa MI:2. Flestallir gefa myndinni 3-4 stjörnur og hafa lítið yfir myndinni að kvarta.<br>Tók enginn eftir hvað hún var innilega vitlaus?<br><br>Dæmi 1:<br>Þegar Ethan Hunt brýst inn í virki illmennanna og lendir í bardaga við aðalaðstoðarmann óþokkans. Ethan Hunt virðist hafa tapað bardaganum og er dreginn til...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok