Nú er búið að vera gefa út efni á DVD í nokkur ár en lítið hefur farið fyrir útgáfu sjónvarpsþátta á þeim tíma. T.d. er búið að gefa út fyrstu seríuna af “X-Files”, allar seríurnar af “Monty Python´s Flying Circus”, eitthvað af Avengers, smá af “Star Trek Original Series” og meirihlutann af “Friends” (á Region 2). Sjálfur hef ég mikinn áhuga á að eiga sumar seríur á DVD þó ég einblíni aðallega á að safna mér kvikmyndum. Ég nefni sem dæmi “The Simpsons” sem ég hef lesið að verði gefnir út á...