Jæja ágætu djassunnendur, núna er blökkukonan og djasssöngkonan Nina Simone látinn. Ég sjálfur hef nú ekki heyrt mikið í henni en hef þó heyrt nokkur lög og fannst hún syngja vel. Ef ég mætti leyfa mér slíkan munað að taka upp úr Morgunblaðinu feril hennar og svona það sem sagt er í grein sem ég las. Það sem ég tók úr greininni er merkt innan gæsalappa. “Nina Simone lést á mánudaginn á heimili sínu í Suður-Frakklandi, sjötug að aldri. Simone - sem var þekkt fyrir djúpa, hrjúfa og kraftmikla...