Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Kexi
Kexi Notandi frá fornöld 34 ára karlmaður
1.122 stig
_________________________________________________

Leiðindarsenan... (15 álit)

í Kvikmyndagerð fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Sælir Hugarar og kvikmyndagerðamenn. Ég hef verið að reyna að skrifa gott handrit gegnum árin en aldrei hefur mér tekist að klára það. Af og til næ ég að grípa hugmyndirnar og koma þeim á blaðið, en þá kemur vandamálið, að klára það. Ég hef byrjað á fjandi mörgum handritum gegnum tíðina. Oftast með vinum mínum og þá eru samræðurnar á fullu um byrjun, millikafla og endi, tekur oftast heilan dag. Við vöknum, annar fær hugmynd, ræðum hugmyndina fram og aftur, frá byrjun myndarinnar að endanum...

Hvað er flóknast í kvikmyndagerðinni (0 álit)

í Kvikmyndagerð fyrir 21 árum, 4 mánuðum

Varúða (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Klisja samfélagsins í augum hrokkinhærðar manneskju - hann starir á heildarmyndina. Horfir í gegnum þennan þunna - samt sem áður þunga glugga. Rétt svo kíkir… Sálir þrá að snertast… geta það ekki - mega það ekki. Hinum megin við götuna rennur það… … litla tárið sem rann niður kinnina þína í gærkvöldi - það rennur aftur niður. Varir drengjanna þrá það sama - forboðið það sama. Endurspeglun ójafnvægis. Gangið ei yfir götuna.

Flótti frá raunveruleikanum (8 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Hvert fótskref sem ég tek… … það skiptir ekki máli. Tilgangurinn fellur aðeins lengra í niðurfallið. Þó varir mínar hreyfist… … er öllum sama. Veröldin heldur tilverunni áfram. Þó sólin nálgist… … og tunglið er fjarlægt… … er tilgangurinn tilgangslaus. Ferð mín var, er og verður óhapp. Brenn allar brýr að baki mér.

Flug nr. 112 (9 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Lítil dökkblá og hvít randafluga föst í tímamótum tímans - og ótímans. Finnur fyrir frostinu sem heltekur hjartað í heljargreipum sorgarinnar. Getur ekki hætt að raula lag Lúsífers. Hún sér depurðina í sál gráu borgarinnar. Því þarftu að elta mig? “Því að greyið festi sig í hyldýpinu” … óttinn er allur.

Þessi í Barbados og lokin í bili (26 álit)

í Gamanþættir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Blessuð aftur! Hér (eftir litla fríið mitt síðan frá greininni minni um Janice) ætla ég aðeins að spjalla um lokaþátt níundu seríu í Friends og fríið okkar núna frá vinunum hlægilegu í bili. Þessi sería hefur verið virkilega umdeild þessa dagana (nefnist ekki einu sinni á endinn) og ég hef verið að pæla í því alla síðustu viku um að skrifa grein til að koma góðri umræðu af stað um þennan þátt til að sjá hvað ykkur flestum finnst raunverulega um málið. Í greininni ætla ég ýmis að fjalla um...

Bernie Mac Show =D (10 álit)

í Sjónvarpsefni fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Stöð 2 hefur verið með mikið af sjónvarpsþáttum í bið um hríð og loks er fólkið okkar byrjað á dagskránni ;) klapp klapp fyrir því… Ég var að horfa á George Lopez (horfi vanalega á hann) með ostapopp í annari hendinni og Mountain Dew í hinni (:p) þegar þátturinn kláraðist. “Ohh, ég á svo mikið eftir,” hugsaði ég en þá hófst annar þáttur. “The Bernie Mac Show……. hmm…. æ já, þetta er þátturinn sem að ég er búinn að vera að bíða eftir..!!” hrópaði ég með glöðu geði þegar ég komst loksins að því...

Regn (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Þegar ég finn fyrir sálinni kalla á hjálp leita ég hjálpar til þín. Það er til þín — sem að köllin og hrópin í myndlíkingu samtímans mætast öll á einn fund til að ræða ókomna og sorglega framtíð. Fundurinn á malbyggi Reykjavíkur. - Kexi

Phone Booth - gagnrýni (26 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Jæja. Ég var að koma úr Limalindinni og var á bara nokkuð skemmtilegri kanadrullu í boði Undirtóna, PoppTíví og Skífunnar. Það er Colin Farrell sem leikur aðalhlutverkið í ræmunni, fastur inni í símaklefa á meðan einhver gaur nauðgar rifflinum sínum (myndlíking) á meðan hann miðar á hann úr einhverjum stað einhversstaðar nálægt. Semsagt kemst Stu (Farrell) ekki neitt. Myndin byrjar á lagi og myndatöku sem að lætur mann halda að maður sé í vitlausum sal. Einhversstaðar úti í geimnum, myndir...

Björgun ljóss í myrkri (4 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Hjartslátturinn hefur hætt um hríð. Verkurinn sem faldi sig í barmi mér hefur falið sig á ný og hefur allar hurðir lokaðar í þetta eina og síðasta skipti. Ég sé byrjun. Byrjun á myrkri í ljósi. Fyrr en varir hefur svört gufan tekið yfir voninni. Og þessi litla von er það eina sem er eftir í myrkrinu. Andardrátturinn hefst. Ég sé á ný.

Er Survivor fake? (0 álit)

í Raunveruleikaþættir fyrir 21 árum, 5 mánuðum

Hvað verða margar seríur í viðbót? (0 álit)

í Raunveruleikaþættir fyrir 21 árum, 5 mánuðum

Tárapollur viskunnar (5 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Heyrið þið í menguninni? Það er gamli maðurinn sem ráfar um með slitinn pokann, dreifir vitrun um bæinn. Gamla bæinn góða. Slóð salttára, fyllir verur af gleði ásamt reiði. — … en ekki sorg. Sorg er réttindi jólasveinsins með kóníakið í hægri rassvasanum. Bærinn minn er borg. Bærinn hans er sorg. Uss… … heyrið þið virkilega ekki í menguninni? Hún stefnir hingað… ef þið vilduð fyllast visku. - Kexi

Mánudagsbarnið (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Mánudagsbarnið — Á tímamótum flúði vera frá heimili þess inn í óþekkta heima. Heimar kulda og hræðslu. Komið til að vera. Vera okkar allra. - Kexi

Svarthol tilfinninga (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Manstu þegar náinn ættingi týndist og olli voða milli heima sorgar og reiði? Ég er enn í vafasemdum hvort það varst þú… eður ei. - Kexi

Bananahérað (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Píanóglamur úr garðhúsinu fyrir neðan hólinn. Í garðhúsinu sem tilfinningar eru ekkert nema 12 stafir. Foss skilningarvitanna sem að skildi þó ekki allt var óvenjulega glaður fyrir þremur dögum. Lát garðyrkjumannsins olli þó sorg meðal ávaxtanna. Ástin lék á hljóðfærið frá böndum haturs. Óheppnin var með þeim því að hitabylgjan skildi merkið þeirra of seint… … og hætti öfugu megin við snemma. Saltið varð að tári sem rann niður álið.

Endurvaknir leikir (96 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég sá að nýlega hafði Hugari sem gengur undir notandanafninu “kristo” endurvakið leik snillingsins og Hugarans “AbrahamS” svo mér datt skemmtilega í hug að endurvekja hinn leikinn hans sem virkar svona: 1. Ég nefni persónu úr einhverri kvikmynd. 2. Sá sem er fyrstur að giska úr hvaða kvikmynd þessi persóna er nefnir aðra persónu. 3. Næsti Hugari giskar svo úr hvaða kvikmynd sú persóna er og svo kolli af kolli. Ég vona bara að þessi leikur haldi líka lengi út =) Þá byrja ég…. Stuart Mache

Mósaík (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Þetta er nýtt haf lífsins. Ný byrjun. Nýjir fiskar og nýtt fiskabúr fyrir fiskana til að synda í. Aldan hylur nýju byggingarnar. Þetta er munstur eftir gamlan mann sem situr á bryggjunni í nútímanum. Öskur sem verður að tísti sem verður að þögn. Áratugum seinna glitrar þó í ljós. Þetta er nýtt haf lífsins.

Janice (27 álit)

í Gamanþættir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
“Monica and Rachel had sirop… and now I can get my man to cheer up hehehehehehehehe” Guð. Hver eru takmörkin fyrir því hvað manneskjur geta verið pirrandi? En mér datt í hug að skrifa um þessa frábæru persónu okkar, Janice, sem að er ein af snilldunum við Friends. Ég meina, hver getur ímyndað sér Friends án “Oh… my… god”?! Það er gyðjan Maggie Wheeler sem hefur leikið Janice, og er ein af aukapersónunum sem hefur verið frá byrjun þáttanna. Janice er svona persóna sem maður elskar að hata....

James Bond undirskrift (36 álit)

í Hugi fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég hef verið að hugsa. Væri ekki ágætt að fá James Bond áhugamál undir kvikmyndir og bækur? Eins og t.d. HP. Það væri hægt að spjalla þar um heima og geima. Nú eru þær víst orðnar 20 talsins og JB er nú orðinn klassi erekki?? ;);) Ég meina “shaken, not stird” og “Bond, James Bond” er eitthvað sem allir kvikmyndaunnendur kannast nú við. Hugsanlegar umræður - Ian Flemming (snillingurinn bak við Bond) Gellurnar (but ofcourse :þ) Leikarana Brellur Bækurnar o.f. Aðal spurningin: Hverjir styðja...

Áttu þér fyrirmynd í kvikmyndagerðinni? (0 álit)

í Kvikmyndagerð fyrir 21 árum, 5 mánuðum

Rispuð plata (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Hvítur dalur ofan á svartri jörðu. Röskunin sem hvíti dalurinn hefur á svörtu jörðina er óeðlileg. Göturnar kringum hvíta dalinn virðast ekki vera notaðar, þó þær hreyfist. Lætin í götunum eru sérstaklega háværar á röngum brautum. Hráki á yfirborðinu.

James Bond undirskrift !!! (3 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég hef tekið eftir því að hér er Star Wars áhugamál. Fimm myndir og sjötta myndin á leiðinni. Ok… en hvað með James Bond áhugamál?????? 20 myndir!!!!!!! Þar ætti að vera eitthvað að tala um þar. Ian Flemming. Bækurnar. Kvikmyndirnar. Gellurnar (offcourse ;). Bílana og leikarana og svo lengi mætti halda áfram. Ég veit að þetta er varla grein en ég ætla að biðja stjórnenduna að setja þetta inn sem grein því að ég ætla að gera undirskriftarlista fyrir JAMES BOND ÁHUGAMÁL. Ég var líka að spá í...

Biðlisti (3 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Bráðnaður ís á yfirborði jarðar fyrir áratugi. Ofvaxnir tómatar á mygluðum, sundurtættum bananahýðum sunnan við Bombai í hinum vanalega nútíma. Framtíðin var, er og verður eitt stórt spurningarmerki. Drengurinn var að horfa út um gluggann og starði á sjúkrabílana utan við blokkina á móti húsinu þeirra. “Ekkert er ósvikið. Heimur versnandi fer með bjánum eins og mér.” “Svona svona, þetta getur ekki verið svo slæmt…” svaraði systir mín með ómótstæðilega svarinu hennar. Eins og alltaf. “Hvernig...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok