Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Leeds-Real Madrid (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Eins og alltaf þegar Real Madrid spilar var þessi leikur frábært skemmtun, fullt af mörkum og illa nýttum færum en leikurinn fór 3-2 fyrir heimamenn í Madrid og mega þeir vera ánægðir með að geta hangið á sigrinum en Leeds liðið spilaði mjög vel í þessum leik. Það skyggir reyndar mikið á sigur Real að þegar Raul skoraði fyrsta mark sitt í leiknum, en hann gerði tvö, þá gerði hann það með hendinni og er óhætt að segja að Maradonna geti verið stoltur af pilt en þetta hefur ekki verið gert eins...

Hasselbaink á förum á ný? (6 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Svo getur farið að Jimmy Floyd Hasselbaink fari á ný til Madrid en sögusagnir herma að Real Madrid sé tilbúið að bjóð 20 milljónir punda í framherjan. Þrátt fyrir að lið Madrid sé stjörnuprýtt og ráði yfir mikilli breidd, þá má alveg taka undir það að þá vanti eins og einn mikinn markaskorara en Hasselbaink hefur sannað að það er hann. Hann var markahæðstur á Englandi með Leeds fyrir tveim árum og markahæðstur á Spáni með Atletico Madrid í fyrra. Enginn efast um hæfileika Hasselbaink, en mín...

Dómaraskandall. (13 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jæja það er ekki hægt að segja að leikur Leeds og Man. Utd. hafi valdið miklum vonbrigðum. Leeds voru mikið sterkari aðillinn í leiknum og voru rændir af slökum dómara leiksins og enn slakari aðstoðardómurum. Eftir að hafa sótt frá fyrstu mínútu leiksins fengu Leeds vítaspyrnu á silfurfati eftir að tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Barthez sparkaði Ian Harte niður í markteignum eftir að Man. Utd höfðu sparkað boltanum í burt og einhverra hluta vegna...

Brian Kidd hækkaður í tign. (4 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Brian Kidd hefur verið hækkaður í tign hjá Leeds. Hann hefur verið aðalþjálfari unglingaliðsins, en hefur verið gerður að aðalþjálfara aðalliðsins. Kidd mun því starfa með Eddie Gray sem hefur verið þjálfari aðalliðsins og David O´leary mun að mestu hverfa frá þjálfun liðsins. O´leary mun draga sig til baka og sjá um mannlega þáttinn í þjálfun liðsins og auðvitað stilla liðinu upp fyrir leiki. Ástæða þess að Kidd var hækkaður í tign segir O´leary að sé vegna þess að það sé ekki betri...

Staðreyndir fyrir stórleikinn á morgun. (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Í tilefni stórleiks Leeds og Man. Utd. hef ég komið höndum yfir ýmsar staðreyndir og tölfræði er varðar leiki þessa liða síðustu ár og langar mig að deila henni með ykkur. Gengi liðanna í síðustu 10 leikjum í deildinni. Leeds Utd LDWLWWWDDW Man Utd WWDWWWWWDW Leikir liðanna á Elland Road síðan í ágúst 1993 8.2.93 Leeds 0, Man Utd 0 27.4.94 Leeds 0, Man Utd 2 (Kanchelskis, Giggs) 11.9.94 Leeds 2 (Wetherall, Deane), Man Utd 1 (Cantona p) 24.12.95 Leeds 3 (McAllister p, Yeboah, Deane), Man Utd...

Ruud Van Nistelrooy komin af stað á ný. (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Ekki er talið ólíklegt að Man. Utd. reyni aftur að næla sér í Nistelrooy en hann spilaði sinn fyrsta leik eftir 11 mánaða meiðsli í gær og skoraði hann tvö mörk. Þeir sem sáu leikinn segja að Nistelrooy sé langt frá því að vera kominn í leikæfingu og mörkin tvö sem hann skoraði voru ekki hans fallegustu, pot af 3 metra færi, en að maður sem hefur ekki leikið alvöru leik í ellefu mánuði og er í engu formi skori tvö mörk segir sitt um geta leikmannsins við að koma boltanum í netið! Leikurinn...

Verður George Graham rekinn? (4 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Nýjir eigendur Tottenham héldu fund með Graham þar sem honum var m.a. sagt að hann hefði ekki náð nógu góðum árangri með Spurs. Þeir segja að hann hafi eytt töluvert að peningum og þeir vilji fara að sjá árangur og það sem allra fyrst annars verði hann að víkja. Honum var jafnframt sagt að það sé ekki á döfinni að selja neina leikmenn sem hann vill halda hjá félaginu. Það er greinilegt að nýjir eigendur Tottenham ætla sér stórahluti. Ég persónulega sé reyndar ekki að það sé björt framtíð hjá...

Frábær byrjun Erikson (4 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Það er ekki hægt að segja annað en Sven Göran Erikson hafi byrjað frábærlega með enska landsliðið. 3-0 sigur gegn mjög sterku liði Spánar og það virtist engu máli skipta hverja Erikson setti inná allir stóðu sig vel. James og Martyn skiptu með sér hálfleikum í markinu og stóð Martyn sig sérlega vel, en James þurfti aldrei að sýna hvað í sér býr. Það kemur fyrst og fremst vegna frábærs varnarleiks hjá Englendingum, og það sérstaklega í fyrri hálfleik þegar Sol Campell og Rio Ferdinand héldur...

Enskir ungliðar ofmetnir? (8 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Breskir fjölmiðlar tala mjög mikið um það þessa dagana hve mikið er af efnilegum ungum enskum leikmönnum. En er enska pressan að ofmeta stöðuna? Ef eitthvað er að marka leika Englands og Spánar hjá leikmönnum undir 21 árs aldri þá er svarið hiklaust já! Spánn vann 4-0 og áður en þeir skorðu fyrsta markið eftir 13 mínútur var markvörður Englands búinn að verja vel í tvígang úr dauðafærum. Miðherjapar Englands í fyrrihálfleik Terry(Chelsea) og Barry(Aston Villa) voru leiknir sundur og saman....

Beckham fyrirliði! (9 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Sven Göran Erikson hefur valið David Beckham sem fyrirliða fyrir landsleikinn við Spán á morgun. Erikson talaði um að hann gæti ekki lofað Beckham því að hann yrði fyrirliði til lengri tíma en hann ætti eftir að kynnast leikmönnunum betur og hann hafði ákveðið að Beckham yrði fyrirliði vegna þess að hann teldi að hann gæti þroskað hjá sér forystu hæfileika og að hann hefði staðið sig vel sem fyrirliði gegn Ítölum í Róm. Hann segir að Paul Scholes hafi mætt til æfinga og ætti að getað spilað...

U21 landslið Englands. (4 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Búið er að tilkynna byrjunarlið undir 21 árs liðs Englands sem spilar æfingaleik við jafnaldra sína frá Spáni í kvöld og er það eftir farandi: Robinson (Leeds United); Griffin (Newcastle), Terry (Chelsea), Barry (Aston Villa), Bridge (Southampton); Chadwick (Manchester Utd), Wilson (Manchester Utd), Hargreaves (Bayern Munich), Dunn (Blackburn, capt), Christie (Derby County); Smith (Leeds United) Það vekur athygli mína að hvorki er leikmaður frá Arsenal né Liverpool í þessu liði. Reyndar er...

Þórður loks til Derby? (15 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Í dag kemur í ljós hvort Þórður Guðjónsson fer til Derby eður ei. Talið er að hann gangi frá samningi við félagið sem er sambærilegur samningi Leeds við Robbie Keane eða að Þórður verður lánaður út tímabilið með fyrsta kauprétt í huga í sumar. Verða þetta að telja góð tíðindi fyrir Derby sem vantar sóknarmann en þeir skora lítið þessa dagana og fá reyndar líka lítið af mörkum á sig þannig að nú gætu þeir kannski farið að vinna fleiri leiki og tryggja stöðu sína í deildinni. Þetta eru ekki...

Enn einn Leedsarinn í vandræðum. (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Gareth Evans 20 ára gamall vinstri bakvörður hjá varaliði Leeds hefur verið handtekinn og á að mæta fyrir rétt á miðvikudaginn kemur. Hann er grunaður um að hafa ráðist að 30 karlmanni ásamt félagasínum fyrir utan skemmtistað í Leeds síðastliðið föstudagskvöld. Eins og allir vita eru 4 aðrir Leedsara í málaferlum þessa dagana og ekki bætir þetta orðspor þessa ágæta félags sem hefur verið að standa sig svo vel innanvallar undanfarna daga. Evans þessi hefur ekki fengið mörg tækifæri með Leeds...

Enski landsliðshópurinn (8 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Enska landsliðið hefur verið valið og er hópurinn eftirfarandi: Seaman (Arsenal), Martyn (Leeds), James (Aston Villa), Wright (Ipswich), G Neville (Man Utd) P Neville (Man Utd), Brown (Man Utd), Ferdinand (Leeds), Campbell (Tottenham), Ball (Everton), Carragher (Liverpool), Ashley Cole (Arsenal), Ehiogu (Middlesbrough), Powell (Charlton), Dyer (Newcastle), Beckham (Man Utd), Scholes (Man Utd), McManaman (Real Madrid), Carrick (West Ham), J Cole (West Ham), Lampard (West Ham), Parlour...

Sven Göran vill Matteo í England (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Sven Göran Eriksson vonast til að geta fengið Dominic Matteo, yrirverandi leikmann Liverpool,til að snúast hugur og leika með enska landsliðinu en ekki því skoska. Matteo sem hefur átt frábært tímabil fyrir Leeds á tímabilinu á vinstri vængnum og þá sérstakega í meistaradeildinni þar sem hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp fyrir aðra og leikið frábærlega. Landsliðsþjálfarinn sem tilkynnir hóp sinn síðar í dag vill ólmur að Matteo leiki frekar fyrir England en Skotland en Matteo hefur...

Liverpool heppnir! (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Liverpool er enn á réttri leið á leið sinni til að vinna þrefalt í vetur. Þeir sigruðu Roma 2-1 í tveimur leikjum í sextán liða úrslitum UEFA bikarsins þrátt fyrir 0-1 tap á heimavelli í gærkvöldi. Segja má að Liverpool hafi verið mjög heppnir í gær vegna þess að dómarin leiksins Jose-Maria Garcia-Aranda benti á vítapunktinn, þegar Babbel fékk boltan í höndina innan teigs, en breitti svo dómi sínum í hornspyrnu öllum til mikillar furðu. Roma leikmennirnir brjáluðust gjörsamlega og er vel...

Martyn til Celtic. (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Nigel Martyn hinn 34 ára gamli markvörðu Leeds United er mjög líklega á leið til Glasgow Celtic í sumar fyrir 6 milljónir punda. Leeds munu einfaldlega neiðast til að taka þessu tilboði til að halda hinu 21 árs gamla Paul Robinson hjá félaginu, en bæði AC Milan og Inter Milan hafa verið að grenslast fyrir um möguleika á að kaupa Robinson. Martyn hefur verið frábær fyrir Leeds á undanförnum árum, en enginn klúbbur getur haldið tveim markvörðum sem eru að berjast um að vera fyrsti markvörður...

Leeds stóðu við stóru orðin! (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Það var nú aldeilis gaman að vera Leedsari í gærkvöldi. Stórsigur á Anderlecht 1-4 á útivelli en Anderlecht hafði m.a. unnið Man. Utd., Lazio og PSV á þessum velli á þessu tímabili. Framistaðan var stórkostleg og sæti í 8 liða úrslitum staðreynd. Þessi árangur er mjög merkilegur. Enginn hafði trú á að liðið kæmist upp úr fyrsta riðlinum þegar þeir voru með Barcelona og Milan í riðli og enn færri höfðu trú á því að þeir kæmust upp úr þessum riðli, en það tókst og það þó tvær umferðir séu...

Reiðir Leedsarar (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Leeds mæta til leiks gegn Anderlecht í meistardeildinni í kvöld með hug á því að tryggja sér sæti í 8 liða úrslitum. En það er meira en öruggt sæti í 8 liða úrslitum sem drífur liðið áfram í kvöld. Þjálfari Anderlecht Aime Anthuenis hefur ekki sýnt Leeds neit nema lítilsvirðingu í viðtölum eftir fyrri leikinn sem Leeds vann verðskuldað 2-1. Hann hefur talað um að lakara liðið vann og að það eigi að vera einfalt fyrir sýna menn að valta yfir Leeds á Belgíu! Ef þetta er einhver sálfræði...

Enska knattspyrnusambandið og hótanir þeirra. (4 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Í kjölfar óeirða og slagsmála í leik Leeds og Tottenham á síðasta tímabili ákvað enska knattspyrnusambandið að ekki væri nóg að sekta lið, það þyrfti líka að draga stig af þeim. Í leik Arsenal og Chelsea í bikarnum um síðustu helgi kom upp svipuð staða. Leikmenn hópuðust saman, ýttu í hvern annað og rifust í andstæðingum jafnt sem dómara. Nú er bara að sjá hvað ætlar FA(enska knattspyrnusambandið) að gera? Búist er við að bæði lið verði sektuð um 250.000 pund en er FA menn til að standa við...

Liverpool á bullandi uppleið! (17 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Það hefur heldur betur verið ris á Liverpool þetta tímabilið, og þá sérstaklega í bikarkeppnum. Nú eru menn að spyrja sig að því hvort þeir nái ekki bara þrennu á þessu tímabili. Þeir eru komnir í úrslit deildarbikarsins og spila þar við Birgmingham og annað en sigur í þeim leik væri stórslys. Þeir eru svo gott sem komnir í áfram í evrópukeppninni og eina stórliðið sem maður sér geta unnið Liverpool sem er eftir í þeirri keppni er Barcelona en þeir hafa verið að spila illa upp í vetur og þá...

Real Madrid á eftir Kanu (4 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Kanu hefur játað það að hann hafi verið var við áhuga Real Madrid á sér. Kanu hefur fengið lítið að spila í vetur og hefur Wenger notað þá afsökun fyrir Kanu að hann geti ekki spilað í kulda og frosti. Kanu hefur ekki gefið mikið fyrir þessa afsökun og segist ætla að vinna hart að því að komast aftur í liðið og bæta leik sinn fyrir Arsenal og er ekki á því að fara í hitan í Madrid.

Robson áfram með Newcastle (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Þrátt fyrir sögusagnir um að Newcastel sé að leita að nýjum knattspyrnustjóra til að taka við af Bobby Robson þá hefur Robson fullyrt að hann sé ekki að hætta og geri það ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár. Robson er 68 ára. Tveir menn hafa fyrst og fremst verið nefndir sem líklegir eftir menn og eru það John Gregory stjóri Aston Villa og Kevin Keegan.

Sheringham að klára ferilinn á Old Trafford (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Alex Ferguson ætlar að verðlauna Teddy Sheringham fyrir frábært tímabil með því að bjóða honum samning sem mun tryggja það að hann endi ferilinn með Man. Utd. Ferguson hefur sagt að þetta tímabil sé besta tímabil Sheringham fyrir Manchester og vilji hann halda honum þar út ferilinn. Sheringham sagði við þetta tækifæri að hann hefði enn áhuga á að spila fyrir England og sé ekki búinn að gefa upp von á að það gerist aftur.

Roma á eftir Gerarrd (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Roma ætla sér að kaupa Steven Gerrard frá Liverpool. Þeir hafa svo mikinn áhuga á að kaupa pilt að Roma hefur sagt Liverpool að nefna hvaða verð sem er og þeir munu borga það. Ein af ástæðum þess að Roma hefur svo mikinn áhuga á að kaupa hann er Tord Grip aðstoðarþjálfari enska landsliðsins hefur gefið honum frábær meðmæli. En maður verður samt að taka þetta með fyrirvara vegna þess að ekki er hægt að sjá að Liverpool hafi neinn áhuga á að selja þennan stórkostlega leikmann. En verði þeim...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok