Ég bendi þeim sem ekki nenna að lesa meistaraverkið að hægt að fá hana lánaða á hljóðsnældu á borgarbókasafninu. Ég held að ég fari með rétt mál með að það sé Gísli Halldórsson sem les og gerir söguna enn betri. Annars mæli ég með þeim hljóðbókum sem eru á borgarbókasafninu og eru sniðugar fyrir þá sem vilja hlusta á bílnum eða ferðalögum.