Segðu lesendum örlítið frá þér. Ég heiti Ólafur N. Sigurðsson, ég er 19 ára nemi í FVA á Akranesi. Ég er búinn að spila CS í gott sem 4 ár, ég safnaði fyrir fyrstu tölvunni minni með því að bera Morgunblaðið út í 2 ár og fékk svo loksins 900mhz monsterið og þá varð ekki aftur snúið, ég spilaði alltof mikið á 56k módemi og símreikningurinn var góðar 15-20.000 krónur á hverjum mánuði, Á þeim tíma var ég mestmegnis í klönum með vinum mínum, því að ég þekkti engann, og nánast ENGIN klön vildu...