Hvað finnst ykkur…? ..Fegurð! segi ég :) Liv Tyler í hlutverki Arwenar. Arwen fæddist árið 241 T.A. og dó árið 121 F.A. Hún er dóttir Elronds frá Rofadal og Celebrian, dvaldist hún að mestu í Rofadal og í Lothlorien, en seinna í Minas Tirith og Annuminas. Átti hún tvo bræður Elladan og Elrohir. Og svo held ég að það þurfi ekki að taka það fram að hún átti einn son Eldarion og nokkrar dætur með Aragorn.
Hún þekkir best öll svið Jásins, hún er of fögur til þess að því verði lýst með orðum Mann eða Álfa; Því að sjálft frumljós Alföðurs lýsir enn í andliti hennar. Hún reis upp úr djúpum Jásins til að liðsinna Manve; því að hún hafði þekkt Melkor fyrir daga söngsins og hafnað honum, og Melkor hataði hana og óttaðist meira en allt annað í sköpunnarverki hins Eina Alföðurs.
Hér er Áli, einn valanna. Kona hans er Javana, hann er höfðingi alls efniviðar á Jörðu, hann skapaði Dverganna. Melkor var afbrýðisamur útí Ála áður en Arda varð til því að þeir voru svo líkir að hugsun og mætti.
Hér er Bilbó í gátukeppni við Gollrir, sem endaði ,eins og allir hér inná vita, með því að Bilbó vann með smá svindli, eða hvað ? Svindlaði hann ? hvað finnst ykkur?
Þessi mynd sýnir hvernig fór fyrir Númenorum eftir að þeir reyna að gera heimskulega innrás í Valinor. Sauron var búinn að eitra huga þeirra gegn Völum. Ryndar hlífðu Valirnir nokkrum (þeim staðföstu), þeir sem byggja Gondor “nú”.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..