Fékk mér þennan disk fyrir nokkrum dögum og verð að segja að hann hefur gripið mig heljartökum! ÞVÍLÍKA SNILLD HEF ÉG EKKI HLUSTAÐ Á Í LANGAN TÍMA!! Bjóst ekki við miklu eftir að Metallica kom sinn sæmilega disk í sumar en VÁ … Frábær diskur. Lög eins og No More Lies, Montségur, Paschendale og Journeyman eru frábær … reyndar er eiginlega ekkert lélegt lag á diskum (nema kannski Wildest Dreams, venst þó við hlustun) Mæli eindregið með honum, þið verðið ekki fyrir vonbrigðum