Mynd af dularfullum stjórnanda borgarinnar Sigil í Planescape heiminum. Það eru margir orðrómar um hver hún er og hvaðan en ekkert er staðfest. Það eina sem hefur nokkurntíma verið staðfest um hana er að hún drap fyrrverandi stjórnanda Sigils (Aoskar) til að ná völdum.
HA! Loksins, eftir langa leit, hef ég fundið almennilega mynd af honum Drizzt Do´Urden, þessum fræga Drow ranger. Hann lítur út einsog maður býst við. (Blár með hvítt hár og grænklæddur)
Hér er concept art sem að var búið til fyrir leikinn af hinum “mikla” beholder. Mér finnst hann miklu ógnvæginlegri hér en í leiknum. Kannski af því að hann lítur svona “fúll” út.
Þessi mynd er sýnd þegar maður er búinn að tala við Gaelan Bayle, og er búinn að “semja” við hann. En spurningin er hver í helvítinu á þetta að vera? Maður sjálfur? Shadow þjófur? Eða Gaelan?
Þetta er myndin af Irenicus sem maður sér eftir að hafa sloppið úr dýflissu hans (hann lítur ekki út fyrir að vera ÞAÐ vondur). Þetta er flott mynd, þegar maður sér hana aðeins stærri, og væri helvíti flott sem wallpaper.
Þetta er portraitið sem ég nota fyrir alla kallana mína! Mér finnst hann henta vel sem eiginlega allt (ekkert voða vel sem mage) Hann fer hins vegar vel sem fighter og paladin (hverju bjóstu við “knight in shining armor”?) Hann er svona svartleitur því að hann á að “skammast” sín fyrir að vera Bhaal-Child. Það má líka nota hann sem thief. Bara að ímynda sér að hann sé ekki í chainmail heldur leðri. Ég fann hann á Lady Nightshade´s Custom Portraits.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..