Það nýjasta frá MM, 6 strengja Bongo. Þessi gripur er smíðaður fyrir John Myung (Dream Theater). Ég hef aldrei kunnað að meta Bongo-lúkkið, þ.e.a.s. þar til ég sá þetta. Hvað finnst ykkur?
Progressive metal hljómsveitin Queensrÿche. Meðal þeirra þekktustu verka er hin stórgóða concept-plata Operation: Mindcrime sem ég mæli með að fólk kynni sér.
Þessi mynd var tekin af Íslandsvinunum í Iron Maiden á tónleikum sem þeir héldu til styrktar Clive Burr fv. trommuleikara sveitarinnar (þessi í hjólastólnum) en hann berst við MS sjúkdóminn.
Geddy Lee, söngvari, bassaleikari og hljómborðsleikari Rush með græjurnar sem hann notaði í kringum 1980. Hljómborðin eru annaðhvort Moog eða Oberheim, á gólfinu eru Moog Taurus bassapedalar og bassinn/gítarinn er Rickenbacker 4080.
Neil Peart, trommuleikari Rush með DW trommusett sem var smíðað sérstaklega fyrir “30th anniversary” tónleikaferðalagið sem þeir félagar fóru í á síðasta ári.
B747 að lenda með tilþrifum. Rétt er að taka fram að það var ekki eins mikill hliðarvindur á brautina og fólk gæti haldið. Myndin er tekin af airliners.net.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..