Þannig er mál með vexti að tölvan mín er farin í gríð og erg að senda mér skilaboð um spyware og alls konar annan skít sem er að valda mér og tölvunni vandræðum. Þetta gerir það að verkum að ég m.a. kemst ekki inn á ýmsar vefsíður, s.s. b2.is og ebay.com sem mér finnst sérstaklega bagalegt vegna hugsanlegra kaupa sem ég ætla að gera þar. Hvað leggið þið til að ég geri í málinu, svona til að bjarga mér fyrir horn (t.d. vírusvarnir eða eitthvað álíka)?