Þannig er mál með vexti að ég hanna föt eins og óð væri á blöð. Þ.e.a.s. ég teikna manneskjur í fötum og er, þótt ég segi sjálf frá, mjög hugmyndarík hvað það varðar. Það er síðan ekki til arða af þolinmæði í heilanum á mér, þannig að ég gæti ekki saumað heila flík fyrir lífið. Ég var allavega að hanna jakka og peysu rétt í þessu, og mig vantar einhvern hæfileikaríkan til að fara í verkið fyrir mig, semsagt að taka upp snið samkvæmt teikningunni minni og síðan sauma flíkina. Ég var að spá...