Sælt veri fólkið. Ég er orðin mjög tæp á að búa þar sem ég bý núna, og mig sárvantar því leiguhúsnæði fyrir bara sjálfa mig, ódýrt og nett. Ég vil vera staðsett í annaðhvort göngufæri frá Háskóla Íslands, eða nálægt strætóleið 1, svo einfalt sé fyrir mig að taka strætó bæði til skóla og vinnu. Ég hvorki reyki né er með gæludýr. Ef þið vitið um eitthvað sem passar við þessa lýsingu, endilega hafið samband við mig í einkaskilaboðum. Takk takk :)